Innlent

Ríkissaksóknari sendir nauðgunarkæru aftur til lögreglu

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að senda nauðgunarkæru sem lögð var fram á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til frekari rannsóknar. Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá embættinu í samtali við Vísi. Hulda segir að það sé mjög eðlilegt og algengt að mál séu send aftur til lögreglu til frekari rannsóknar.

Það var átján ára gömul stúlka sem kærði parið í nóvember í fyrra fyrir nauðgun sem á að hafa verið framin á heimili parsins. Egill sendi í síðustu viku frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ætla að fara formlega fram á rannsókn á röngum sakargiftum en hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og unnustu sinnar í málinu. Á dögunum var Egill síðan kærður fyrir aðra nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum. Það mál er til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×