Leikarinn Ryan Gosling og kærasta hans, leikkonan Eva Mendes, yfirgáfu Bowery hótelið í New York í gærkvöldi (gamlárskvöld).
Eins og sjá má á myndunum reyndi Ryan, sem sló heldur betur í gegn í spennumyndinni Drive eftir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn, að flýja ljósmyndarana sem elta parið hvert sem það fer.
Þá má einnig sjá Evu og Ryan deginum áður á LAX flugvellinum í Los Angeles áður en þau gengu um borð í sitthvoru lagi í vélina sem flutti þau til NY. Þrátt fyrir feluleikinn á flugvellinum voru glöggir ljósmyndarar á eftir þeim.
Ástfangin Drive stjarna á hlaupum
elly@365.is skrifar

Mest lesið







Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni
