Erlent

Bakveiki orsakast af genagalla

BBI skrifar
Bakverkir og sársauki í mjóbakinu virðist í mörgum tilfellum orsakast af erfðagalla. Breksir vísindamenn komust að því að svonefnt PARK2 gen orsakar bakvandamál þegar fólk eldist. Þetta kom fram í rannsókn sem náði til 4.600 manns og fjallað er um á fréttavef BBC.

Vísindamenn telja að þessi uppgötvun geti leitt til þess að bakveiki verði meðhöndluð á annan hátt í framtíðinni. Um þriðjungur eldri kvenna upplifir bakverki vegna gallaðra liðþófa með aldrinum. Vandamálið virðist erfast í um 80% tilfella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×