Erlent

Höfuðstöðvar uppreisnarmanna færðar til Sýrlands

BBI skrifar
Stillimynd úr myndskeiðinu á Youtube.
Stillimynd úr myndskeiðinu á Youtube. Mynd/AFP
Uppreisnarmennirnir í Frelsisher Sýrlands færðu nýverið höfuðstöðvar sínar frá Tyrklandi og yfir í Sýrland. Aðgerðin þykir sæta tíðindum enda hefur frelsisherinn sætt gagnrýni fyrir að stjórna uppreisninni utan frá og vera ekki í tengslum við raunveruleikann á vígvellinum.

Frelsisher Sýrlands (Free Syrian Army) er stærsta hreyfing uppreisnarmanna sem nú berst í Sýrlandi. Í myndbandi sem sett var á Youtube tilkynnir leiðtogi þeirra að höfuðstöðvarnar hafi verið færðar inn í Sýrland. Leiðtoginn bætir við að höfuðborg landsins, Damaskus, „verði fljótlega frelsuð ef guð lofar".

Staðsetning höfuðstöðvanna er hernaðarleyndarmál enda verða uppreisnarmennirnir tilvalið skotmark loftárása stjórnarhersins fyrst um sinn.

Frelsisher Sýrlands hefur staðfastlega neitað því að markmið þeirra sé að hrifsa til sín stjórn landsins ef þeim tekst að steypa stjórn Bashar al-Assad. Þeir leggja áherslu á að borgarar í Sýrlandi verði að koma sér saman um hverjir taki við stjórn landsins.



BBC segir frá
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×