Innlent

Gildistími vegabréfa lengdur

Vegabréf Gildistími vegabréfa var styttur árið 2006 en hefur verið lengdur í tíu ár að nýju.
Vegabréf Gildistími vegabréfa var styttur árið 2006 en hefur verið lengdur í tíu ár að nýju.
Gildistími íslenskra vegabréfa, fyrir átján ára og eldri, hefur verið lengdur úr fimm árum í tíu ár. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í vikunni. Þessi breyting tekur ekki gildi fyrr en í mars á næsta ári.

Gildistími var tíu ár áður en hann var styttur árið 2006. Skýringin sem þá var gefin var sú að verið var að taka upp ný vegabréf með örflögu í, og framleiðendur gátu ekki tryggt að þau myndu endast í tíu ár.

Nú er hins vegar ljóst að svo er, og þótti því ástæða til að lengja gildistímann að nýju. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×