Innlent

Ferðamenn hafi varann á yfir hátíðarnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ófærð.
Ófærð.
Veðurstofan býst við rysjóttu veðri yfir hátíðarnar og að ekki verði alltaf verður ákjósanlegt ferðaveður. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur því þá sem ætla að leggja land undir fót og heimsækja ættingja og vini víða um landið, að hafa nokkur atriði í huga. Alltaf skal kanna veðurspá og færð áður en lagt er af stað. Gott er að hafa í bílnum örlítið nesti og séu börn með í för að hafa teppi eða svefnpoka í bílnum. Síðast en ekki síst á alltaf að láta einhvern vita af ferðum sínum og má til dæmis skilja eftir ferðaáætlun sína á vefnum safetravel.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×