Innlent

Rúmlega fjögur þúsund þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu árið 2012

Alls hafa 4.065 þjófnaðir verið skráðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2012.

Í nóvember fækkaði tilkynntum innbrotum fimmta mánuðinn í röð en þau voru 57. Á sama tíma á síðasta ári voru innbrot ríflega tvöfalt fleiri og hafa innbrot aldrei verið færri í einum mánuði fá upphafi talninga.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra, Afbrotatölfræði, sem birt var í dag. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau brot sem tilkynnt eru til lögreglu og fjallað um þróun það sem af er ári.

Það sem af er ári hefur verið tilkynnt um 946 innbrot, 1.229 eignaspjöll og 665 ofbeldisbrot. Þá er fjöldi umferðarslysa 303. Þjófnuðum hefur fækkað um 12 prósent samanborið við sama tímabil árið 2011, innbrotum um 33 prósent eignaspjöllum um 18 prósent.

Ofbeldisbrotum hefur aftur á móti fjölgað um 4 prósent. Þjófnaðir voru 267 í nóvember og fjölgaði þeim lítillega samanborið við októbermánuð.

Innbrot í október 2012 sem skráð voru á heimilisfang.MYND/RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI



Fleiri fréttir

Sjá meira


×