Innlent

Dagatal slökkviliðsins selst eins og heitar lummur

MYND/VILHELM
„Við erum mjög ánægðir með söluna og auðvitað endurtökum við leikinn á næsta ári," segir Pétur Ingi Guðmundsson, slökkviliðsmaður.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur síðan árið 2006 gefið út krassandi dagatöl til að fjármagna för sína á heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna. Á næsta ári munu leikarnir fara fram í Belfast á Írlandi og munu nokkrir vaskir slökkviliðsmenn keppa fyrir hönd Íslands.

Dagatölin eru seld á Laugavegi og í Smáralind. Pétur Ingi segir viðtökurnar hafa verið frábærar í ár.

„Þetta hefur gengið vel og eins og síðast þá hefur allt selst upp hjá okkur."

Pétur Ingi bendir á að stór markhópur sé fyrir dagatölunum. Það séu jafnt einstaklingar og fyrirtæki sem hafa keypt dagatölin.

„Síðan eru það náttúrlega vinkonurnar að gefa hvor annarri og hið sama má segja um strákana."

Slökkviliðsmenn munu selja dagatölin næstu daga, eða allt fram að jólum, á Laugavegi og í Smáralind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×