Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir 20. ágúst 2012 11:00 Þrátt fyrir góðan árangur tollvarða í Taílandi halda spilltir embættismenn hlífiskildi yfir smyglurum. nordicphotos/AFP Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira