Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir 20. ágúst 2012 11:00 Þrátt fyrir góðan árangur tollvarða í Taílandi halda spilltir embættismenn hlífiskildi yfir smyglurum. nordicphotos/AFP Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira