Stórlaxar á bak við smygl ósnertanlegir 20. ágúst 2012 11:00 Þrátt fyrir góðan árangur tollvarða í Taílandi halda spilltir embættismenn hlífiskildi yfir smyglurum. nordicphotos/AFP Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Tollverðir í Taílandi hafa á síðustu árum fundið margvíslegar furðuverur í farangri farþega, meðal annars skrækjandi tígrishvolpa sem þurftu að hírast í handfarangri og heilu kassana af fílabeini. Í ferðatöskum hafa þeir fundið hundruð sjaldgæfra skjaldbakna og jafnvel bandaríska spaðafiska. Allt saman varningur sem harðbannað er að flytja milli landa, hvað þá að selja. Lögreglan hefur þó aðra sögu að segja: Meðal áhrifamikilla embættismanna í Taílandi eru sumir sem beinlínis aðstoða dýrasmyglara og sjá til þess að smyglvarningur þeirra komist fram hjá tollafgreiðslu á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. „Þeir hundrað þúsund farþegar sem eiga daglega leið um þennan flugvöll víðs vegar að úr heiminum hafa ekki minnsta grun um að þeir eru staddir á einum mesta dýrasmyglstað heims,“ segir náttúruverndarsinninn Steven Galster. Stórlaxarnir í þessum bransa virðast ósnertanlegir, jafnvel þótt eftirlit og löggæsla hafi stóraukist á síðustu árum. Heiðarlegir embættismenn mega sín lítils gagnvart hinum, sem aðstoða smyglarana og græða sjálfir á smyglinu. Galster segir að nýlega hafi nokkrir þessara stórlaxa fengið heimsókn frá lögreglunni, „en á endanum lenda góðu embættismennirnir á vondum embættismönnum, sem oft tekst að stöðva þá. Þetta er eins og léleg löggumynd frá Hollywood.“ Ein hinna ósnertanlegu er Daoreung Chaimas, sem umhverfisverndarsamtök segja einn stærsta tígrisdýrasölumann Suðaustur-Asíu. Hún hefur verið handtekin tvisvar og aðstoðarmaður hennar hefur borið vitni gegn henni, þannig að fyrir dómi ætti sekt hennar varla að fara á milli mála, en svo virðist sem enginn lögreglumaður vilji lengur skipta sér af afbrotum hennar. „Eiginmaður hennar hefur beitt áhrifum sínum,“ segir lögreglumaðurinn Adtaphon Sudsai, sem fékk skipanir um að láta málið eiga sig. Eiginmaður Chaimas er einnig lögreglumaður. Þegar Adtaphon hugðist handtaka Chaimas í annað sinn, var honum tilkynnt um að hann hefði verið færður til í starfi. „Kannski var þetta tilviljun,“ segir Adtaphon, en hefur síðan látið þetta mál eiga sig. Þetta gildir ekki aðeins um Taíland, heldur tíðkast smygl með dýrategundir í útrýmingarhættu víða í löndum Suðaustur-Asíu. Eftirspurnin er mest í Kína, þar sem margir telja ýmsa líkamshluta sjaldgæfra dýra hafa lækningamátt eða efla kynhvötina. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira