Rúmanýting á LSH er hættulega mikil 27. desember 2012 06:00 df Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira