Rúmanýting á LSH er hættulega mikil 27. desember 2012 06:00 df Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Rúmanýting á Landspítalanum er mun meiri en æskilegt er. Nýtingin á öllum spítalanum var 95 prósent í nóvember en fór yfir 97% á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er nýting um 85 prósent. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að óskastaðan sé að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geti verið miklar á flæði bráðasjúklinga. „Mjög margar af bráðadeildunum eru yfir 100%, flestar ef ekki allar liggja yfir 97%. Við vitum auðvitað af því að við eigum að vera í 85% rúmanýtingu. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu er að í dag eru 55 sjúklingar inniliggjandi sem eru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þessari stöðu, að bíða á spítalanum eftir hjúkrunarrými.“ Spurður um hvað þessi staða í nýtingu rúma þýði fyrir þá sem þurfi að sækja þjónustu til spítalans svarar Björn að það sé skýrt. „Gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi, meiri sýkingarhætta.“ Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland. Í grein breska blaðsins The Guardian 3. desember koma sömu vangaveltur fram innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar boða heilbrigðisyfirvöld að skjótra viðbragða sé þörf. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60% á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Tölur nóvembermánaðar sýna að meðalfjöldi inniliggjandi sjúklinga er nú 640, 23 fleiri en á sama tíma í fyrra, en sökum þess niðurskurðar sem LSH hefur glímt við síðustu ár er meðalfjöldi opinna rúma á sama tíma lægri; 677 eða fjórtán færri en í fyrra. Lausnina á þessum vanda segir Björn vera að gefa LSH tímabundinn forgang á þau pláss sem losni á hjúkrunarheimilum og á þeim hjúkrunarrýmum sem skapist með nýbyggingum. Nefnir hann sem dæmi heimili sem opnað verður í Mosfellsbæ á vormánuðum og stækkun heimilis í Garðabæ þar sem fjölgað verður úr 40 í 60 pláss. „Síðan þarf að halda áfram uppbyggingu slíkra heimila. Spá Hagstofunnar um mikla fjölgun aldraðra og háaldraðra, fólks yfir áttræðu, liggur þegar fyrir. - shá
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira