Innlent

Álftanes verður Garðabær um áramótin

JHH skrifar
Fjárhagslegri endurskipulagningu Sveitarfélagsins Álftaness er lokið og hefur innanríkisráðherra leyst frá störfum fjárhaldsstjórn sem skipuð var til að annast verkefnið í samráði við bæjarstjórnina og innanríkisráðuneytið. Fjárhaldsstjórnin annaðist meðal annars samninga við lánardrottna og jafnframt kom fram tillaga sveitarfélagsins um sameiningu sveitarfélagsins við annað sveitarfélag. Var sameining við Garðabæ samþykkt í báðum sveitarfélögunum í haust.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti fjárhaldsstjórninni bréf þessa efnis í dag. Jafnframt var því fagnað að um áramótin munu sveitarfélögin Álftanes og Garðabær sameinast og verður nafn hins sameinaða sveitarfélags Garðabær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×