Innlent

Datt í Skriðufellsskógi

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan tvö í dag um konu sem hafði dottið í Skriðufellsskógi í Þjórsárdal og að öllum líkindum öklabrotnað.

Sjúkralið er á leið á staðinn sem og menn frá björgunarsveitunum Eyvindi á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á þessari stundu liggur ekki fyrir með hvaða hætti konan datt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×