Búið að rýma nokkur hús Lillý Valgerður Pétursdóttir og Hafþór Gunnarsson skrifar 27. desember 2012 19:05 Mynd/BH Búið er að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Nokkur snjóflóð hafa fallið þar í dag og þurftu björgunarsveitarmenn að koma ökumönnum sem óku inn í snjóflóð til bjargar. Snjó tók að kyngja niður á Vestfjörðum í nótt. Snemma í morgun féll svo snjóflóð úr Kirkjubólshlíð við Ísafjörð og lokaði veginum. Tveir ökumenn voru að aka hlíðina, þeir sluppu við flóðið en lokuðust inni. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið á snjósleðum. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Upp úr hádegi var svo lýst yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum vegna hættunnar á snjóflóðum. „Eftir hádegi þegar ekkert dró úr úrkomu þá var tekin ákvörðun um að rýma Steiniðjuna og þá bæi sem eru næst hlíð við Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð," segir Auður Elva Kjartansdóttir hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Þá var einnig ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík og hesthús þar nálægt. „Þetta eru tvö hús á Bolungarvík og þetta eru ein fjögur hús við Skutulsfjörð," segir Auður. Síðdegis féll snjóflóð úr Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Annað féll svo skammt frá Flateyri. Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn þriggja bíla sem óku inni í flóðið en þá sakaði ekki. Auður segir erfitt að segja til um hversu mörg snjóflóð hafi fallið á svæðinu í dag. „Það hefur fallið fjöldi flóða á vegakerfið á norðanverðum Vestfjörðum. Enn höfum við ekki frétt af neinum flóðum á vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum en við fylgjumst með," segir Auður. Óvíst er hversu lengi rýming húsanna verður í gildi. „Það er spáð áframhaldandi stormi með úrkomu aðfaranótt laugardags þannig að við munum bara fylgjast mjög grant með aðstæðum og meta hvern klukktíma fyrir sig," segir Auður. Tengdar fréttir Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Búið er að rýma nokkur hús á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Nokkur snjóflóð hafa fallið þar í dag og þurftu björgunarsveitarmenn að koma ökumönnum sem óku inn í snjóflóð til bjargar. Snjó tók að kyngja niður á Vestfjörðum í nótt. Snemma í morgun féll svo snjóflóð úr Kirkjubólshlíð við Ísafjörð og lokaði veginum. Tveir ökumenn voru að aka hlíðina, þeir sluppu við flóðið en lokuðust inni. Björgunarsveitarmenn sóttu fólkið á snjósleðum. Í framhaldi var tekin ákvörðun um að loka Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Upp úr hádegi var svo lýst yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum vegna hættunnar á snjóflóðum. „Eftir hádegi þegar ekkert dró úr úrkomu þá var tekin ákvörðun um að rýma Steiniðjuna og þá bæi sem eru næst hlíð við Kirkjubólshlíð við Skutulsfjörð," segir Auður Elva Kjartansdóttir hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Þá var einnig ákveðið að rýma bæinn Geirastaði í Syðridal við Bolungarvík og hesthús þar nálægt. „Þetta eru tvö hús á Bolungarvík og þetta eru ein fjögur hús við Skutulsfjörð," segir Auður. Síðdegis féll snjóflóð úr Eyrarhlíð milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Annað féll svo skammt frá Flateyri. Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða ökumenn þriggja bíla sem óku inni í flóðið en þá sakaði ekki. Auður segir erfitt að segja til um hversu mörg snjóflóð hafi fallið á svæðinu í dag. „Það hefur fallið fjöldi flóða á vegakerfið á norðanverðum Vestfjörðum. Enn höfum við ekki frétt af neinum flóðum á vegakerfið á sunnanverðum Vestfjörðum en við fylgjumst með," segir Auður. Óvíst er hversu lengi rýming húsanna verður í gildi. „Það er spáð áframhaldandi stormi með úrkomu aðfaranótt laugardags þannig að við munum bara fylgjast mjög grant með aðstæðum og meta hvern klukktíma fyrir sig," segir Auður.
Tengdar fréttir Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið "Þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt.“ 27. desember 2012 18:32