Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið BBI skrifar 27. desember 2012 18:32 Snjór á Ísafirði. Myndin er ekki tekin í dag. Mynd/Pjetur Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína. Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína.
Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20
Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54