Snjóflóðahætta á Ísafirði - Almennt ekki að plaga fólk mikið BBI skrifar 27. desember 2012 18:32 Snjór á Ísafirði. Myndin er ekki tekin í dag. Mynd/Pjetur Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína. Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íbúar Ísafjarðar eru upp til hópa ánægðir með veðrið í bænum og ekki uggandi yfir snjóflóðahættunni. Þetta segir Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar á Ísafirði. Almannavarnir lýstu í dag yfir hættuástandi í bænum og þegar hafa sex hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu. En þetta hefur ekki dregið bæjarbúa niður að ráði að sögn Albertínu. „Nei, þetta er ekkert óvenjulegt," segir hún. „Ég veit að það er búið að rýma þrjú hús og þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir fólkið sem býr í þeim húsum." „En þér að segja finnst fólki þetta almennt bara mjög skemmtilegt, semsagt ekki hættustigið heldur snjórinn. Maður sér það bara þegar maður gengur um í bænum," segir hún en nú liggur mannhæðarhár snjór yfir öllum bænum. „Hann féll bara allur í dag. Þetta er eiginlega algerlega magnað. Ég hef ekki séð svona mikinn snjó síðan árið 1995." Árið 1995 féll reyndar afdrifaríkt snjóflóð á byggðina í Súðavík. Þá týndu 14 manns lífinu. Í dag er hins vegar ekki búið í húsum sem eru á svonefndum hættusvæðum og búið að rýma þau hús sem talin eru í hættu. Albertína viðurkennir að menn lýsi líklega ekki yfir hættuástandi að gamni sínu. „En ég held almennt að þetta sé ekki að plaga fólk mikið. Einu óþægindin sem fylgja þessu er að komast ekki til og frá staðnum, fyrir þá sem hafa slík plön. Ég held að flestir séu að hugsa þetta. Ég veit til dæmis að systir mín er brjáluð í Reykjavík því hún er bara að missa af snjónum.," segir Albertína.
Tengdar fréttir Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20 Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Varað við óveðri um helgina Veðurstofan varar við óveðri á Vestfjörðum á föstudagskvöld og á laugardag um allt land, sérstaklega norðantil. Ekkert ferðaveður verður á norðanverðu landinu. Gert er ráð fyrir norðan 20-25 metrum á sekúndu og snjókoma á Vestfjörðum strax annað kvöld en norðan 18-28 metrum á sekúndu um vestanvert landið á laugardagsmorgun. Hægari vindur austanlands. Talsverð eða mikil snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu og á Austfjörðum, slydda suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Dregur úr vindi og ofankomu vestantil um kvöldið, en hvessir þá austanlands. 27. desember 2012 15:20
Snjóflóðahætta á Ísafirði - reitur 9 rýmdur Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði. Reitur 9 er hluti af Seljalandsvegi. Þarna býr engin en starfsemi er í tveim húsum. Starfsmenn eru farnir af svæðinu. 27. desember 2012 15:54