Innlent

Maður lést í haldi lögreglu

Maður á fimmtugsaldri lést á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í fyrrakvöld.

Maðurinn var handtekinn á sunnudagskvöld vegna óspekta í miðbænum. Hann veitti mótspyrnu við handtöku, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Hann var í kjölfarið fluttur á lögreglustöð en þar fékk hann skyndilegt hjartastopp og lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Málinu hefur verið vísað til rannsóknar hjá embætti Ríkissaksóknara eins og lög gera ráð fyrir. Þar hefur verið óskað eftir krufningu og mun framhald málsins ráðast af niðurstöðu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×