Styðjum dýrin í kosningunum um stjórnarskrá Linda Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun