Styðjum dýrin í kosningunum um stjórnarskrá Linda Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun