Styðjum dýrin í kosningunum um stjórnarskrá Linda Pétursdóttir skrifar 21. september 2012 06:00 Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að ég var lítið barn hef ég verið hugfangin af dýrum. Mest allt líf mitt hafa fylgt mér hundar, einn eða fleiri. Vernd dýra hefur alltaf skipt mig miklu máli. Undanfarin ár hefur sá áhugi aukist. Ég hef tekið þátt í umræðum um mikilvægi þess að við bætum aðbúnað dýra, sérstaklega í verksmiðjuframleiðslu þar sem álag á þeim er mikið. Mörg okkar, sem höfum lagt eitthvað á vogarskálarnar í þessum efnum, hafa uppskorið lítið, því miður, en munum að dropinn holar steininn. Enn þá þurfa alltof margar dýrategundir að upplifa ævi, sem er langt frá því að geta talist eðlileg. Þar má nefna svín, loðdýr og hænsni. Þá þurfa mörg gæludýr að þola þjáningar vegna þess að opinbert eftirlit með þeim er ófullnægjandi. Dýr í verksmiðjum þurfa að þola þröngar og ómannsæmandi aðstæður á eldistíma sínum, svipt öllu því, sem maðurinn veit að þau þurfa til að vera ánægð og líða vel. Og jafnvel þó að kveðið sé á um það í gildandi dýraverndarlögum að skylt sé að fara vel með öll dýr hefur óviðunandi ástand skapast með aðbúnaði sem ég er viss um að enginn neytandi myndi samþykkja ef hann vissi um raunverulegar aðstæður dýranna. Á því hafa fjölmargir vakið athygli, þ. á m. ég. Ég er sannfærð um að í hjarta sínu vilja allir, þú þ. á m., vita af því að öllum dýrum í umsjá manna líði vel og að þau búi við gott atlæti. Núna getur þú loksins haft áhrif á það. Stjórnlagaráð 2011 hefur sett lagareglu um dýravernd inn í frumvarp að nýrri stjórnarskrá og fagna ég því innilega. Ef það verður samþykkt af Alþingi, sem ég vona, þá verður Ísland eitt af fáum löndum í heiminum til að verja rétt dýra til sómasamlegs lífs í stjórnarskrá. Af því getum við öll verið mjög stolt og við eigum ekki að hika við að senda þau skilaboð til alþingismanna og samtímis út um allan heim að Íslendingar vilji með þessum hætti líka vera í fararbroddi í dýravernd. Á okkur er hlustað og eftir okkur er tekið. Í smæð okkar virkum við stundum sem risi. Það hef ég margoft upplifað. Kæru dýravinir. Leggjum okkar af mörkum 20. október, förum á kjörstað og styðjum nýtt frumvarp að stjórnlögum og þar með dýraverndarregluna. Hún hljóðar svo og er númer 36: „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“ Stjórnarskráin er okkar æðstu lög. Svona tækifæri til að hafa áhrif á velferð dýranna höfum við aldrei fengið áður. Nýtum það! Í mínum huga eru allir virkir dýravinir afreksmenn og ég er viss um að dýrin hugsa það sama. Með því að veita dýraverndarákvæðinu brautargengi ertu í raun að sýna að þú ert virkur dýraverndari. Íslendingar eru löngu búnir að tryggja sér mannréttindi í stjórnarskrá. Það er mín skoðun og margra fleiri að dýrin eigi ekki síður skilið að þeim sé gert hátt undir höfði í stjórnarskrá og þannig reynt að stuðla að betri lífsgæðum þeim til handa. Mætum á kjörstað 20. október – dýranna vegna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun