Erlent

Obama heldur forskoti sínu á Romney

Barack Obama Bandaríkjaforseti heldur fimm prósentustiga forskoti sínu á Mitt Romney meðal skráðra kjósenda í baráttu þeirra um forsetaembættið.

Þetta kemur fram í daglegum mælingum Ipsos og Reuters meðal skráðra kjósenda. Obama fengi þar 48% atkvæa en Romney 43% í þessum hópi kjósenda.

Raunar sýna allar skoðanakannanir, nema hjá Gallup, að Obama er með forskot á Romney upp á rúmlega eitt til átta prósentustig. Könnun Gallup sýnir hinsvegar að frambjóðendurnir séu hnífjafnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×