Erlent

Kínverjar vilja kaupa vopn

Forsætisráðherra Kína í Brussel í síðasta sinn.
Forsætisráðherra Kína í Brussel í síðasta sinn. Fréttablaðið/AP
Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, óskar eftir því að Evrópusambandið aflétti vopnasölubanni til Kína. Hann lagði nokkra áherslu á þetta á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel í gær.

Hann óskaði einnig eftir því að Evrópusambandið viðurkenndi Kína sem fullgilt markaðshagkerfi.

Þetta verður væntanlega í síðasta sinn sem Wen hittir leiðtoga Evrópusambandsins, því búist er við að hann láti af embættinu á landsþingi kínverska Kommúnistaflokksins í næsta mánuði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×