Wayne Rooney telur að Robin van Persie myndi reynast góð viðbót við lið Manchester United. Van Persie hefur verið sterklega orðaður við United síðustu daga.
„Hann er leikmaður sem ég dáist að," sagði Rooney við enska fjölmiðla. „Hann er frábær leikmaður. Hann hefur staðið sig ótrúlega vel með Arsenal síðastliðin ár og síðasta tímabil var líklega hans besta frá uppahafi."
Rooney telur að þeir geti náð vel saman á vellinum. „En það er eitthvað sem stjórinn verður að svara. Það eru margir framherjar hjá United - ég, Welbeck, Chicharito og Berbatov."
„Það verður því hörð barátta um sæti í byrjunarliðinu."
Rooney tæki Van Persie opnum örmum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti