Innlent

Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum

Frá aðgerðum lögreglu í gærdag.
Frá aðgerðum lögreglu í gærdag.
Vegna slæms veðurútlits má búast við að færð spillist á Vestfjörðum um miðjan dag í dag og því ekki mælt með að fólk sé á ferðinni á langleiðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er búið að opna helstu leiðir út frá Ísafirði þó er þæfingsfærð á Gemlufallsheiði og Súðavíkurhlíð. En er ófært um Ísafjarðardjúp en unnið er að mokstri og von á nánari upplýsingum um kl. 9.30.

Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja á Þröskuldum og Innstandarvegi. Á sunnanverðum vestfjörðum er þæfingsfærð og skafrenningur á Hjallahálsi og ófært á Klettsháls og beðið með mokstur. Þæfingsfærð er í Vatnsfirði og hálkublettir á Barðarströnd. Ófært er á Kleifaheiði og verið að moka en snjóþekja á Mikladal og Hálfdán.

Annars eru hálkublettir á Reykjanesbraut og nokkuð víða á Reykjanesi.

Á Suðurlandi er víða autt en þó er hálka og snjókoma á Hellisheiði en hálkublettir á Sandskeiði og í Þrengslum. Hálka er á flestum leiðum í uppsveitum einnig á þjóveginum frá Selfossi að Þjórsá en hálkublettir þaðan að Hvolsvelli.

Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði og hálka á Bröttubrekku. Hálkublettir eru víða á Snæfellsnesi þó er snjóþekja og snjókoma á Vatnaleið, Fróðárheiði og á norðarverðu nesinu.

Um norðanvert landið er snjóþekja eða hálka. Snjóþekja og snjókoma er á Þverárfjalli. Þæfingsfærð á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og verið að moka.

Á Austurlandi er byrjað að moka allar helstu leiðir en þar er hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærði er á Fjarðarheiði.

Hálkublettir eða snjóþekja er svo áfram eftir suðaustur ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×