Innlent

Póstkössum breytt vegna sprengjuvarga

Það er vissulega fjör að skjóta upp flugeldum, verra þegar sprengjuvargar eyðileggja póstkassa.
Það er vissulega fjör að skjóta upp flugeldum, verra þegar sprengjuvargar eyðileggja póstkassa. Mynd / Anton Brink
Síðastliðin ár hefur Pósturinn læst póstkössum sem staðsettir eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu yfir áramót.

Þetta er gert vegna ítrekaðra skemmda sem unnar eru á póstkössunum í kringum áramót. Læsingin virkar þannig að hægt er að koma einu bréfi ofan í kassann í einu en ekki opna hann það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum í kassann.

Viðskiptavinum er bent á næsta pósthús eða póstkassa sem staðsettir eru innandyra t.d. í verslanamiðstöðvum. Hægt er að finna upplýsingar um póstkassa og afgreiðslustaði á postur.is eða í snjallsímaforriti Póstsins.

Þá hefur Fréttablaðskassa í sumum sveitarfélögum verið komið í var svo sprengjuóðir komist ekki í þá. Þannig verður ekki hægt að nálgast Fréttablaðið í hefðbundnum kassa í Grindavík. Hins vegar er hægt að nálgast Fréttablaðið í íþróttahúsinu, sundlauginni, Þorbirni, Vísi og Olísbúðinni. Kassarnir fara aftur upp þann 7. janúar á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×