Innlent

Úthafsrækjan áfram í lægð

Úthafsrækjustofninn er áfram í mikilli lægð.
Úthafsrækjustofninn er áfram í mikilli lægð. nordicphotos/getty images
Ljóst er að úthafsrækjustofninn er áfram í mikilli lægð miðað við síðasta áratug. Þetta sýnir árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar sem er nýlokið.

Í heild er vísitala úthafsrækjustofnsins svipuð og mældist í könnuninni árið 2011. Í leiðangrinum fékkst mest magn rækju við Grímsey og norður af Húnaflóa og var vísitala rækju á þessum svæðum nálægt langtímameðaltali. Á öðrum svæðum var vísitalan langt undir langtímameðaltali. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×