Erlent

Barack Obama eykur forskot sitt á Mitt Romney

Nýjustu skoðanakannanir í Bandaríkjunum sýna að Barack Obama Bandaríkjaforseti er að auka forskot sitt á Mitt Romney en þeir hafa mælst nær jafnir í könnunum undanfarnar vikur.

Í könnun sem unnin var á vegum CNN kemur fram að fylgi Obama mælist nú 52% en Mitt Romney er með 46% atkvæða. Í síðustu könnun CNN mældust þeir báðir með 48% fylgi.

Þetta rímar nokkuð við vikulegar kannanir Gallup meðal skráðra kjósenda í Bandaríkjunum. Í síðustu viku mældist Obama með 49% fylgi en Romney með 44% fylgi í þeim könnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×