Sautján þúsund manns fylgdust með því um helgina þegar heimsmeistaramótið í reiptogi utanhúss fór fram í Appenzell í Sviss.
Sjötíu og níu lið mættu til þáttöku frá nítján löndum víðs vegar að úr heiminum.
Heimamenn fóru með sigur af hólmi í þremur flokkum og Svíar í tveimur en keppt er í ýmsum þyngdarflokkum og í kynjaskiptum liðum sem og blönduðum.

