Sviptur sjálfræði með ólöglegum hætti 1. nóvember 2012 14:09 Dómari komst að þeiri niðurstöðu að greiða ætti manninum miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. Lögreglan var kölluð að heimili mannsins í desember árið 2007. Samkvæmt lögregluskýrslu bankaði lögregla ítrekað á hurð að herbergi mannsins eftir að nágranni hans hafði hringt og kvartað vegna ólyktar sem barst frá íbúð mannsins. Lögreglumenn litu inn um glugga á herberginu og þá blasti við mikill blaðabunki um allt herbergið sem víða náði nánast að lofti. Hvergi hafi verið hægt að stíga á gólf herbergisins fyrir dagblaðarusli og öðrum óþrifnaði. Lögreglumaður fór inn um glugga á herberginu til að athuga hvort manninn væri þar að finna en hann hafi engu svarað. Lögreglumaðurinn hafi skriðið ofan á kössum og blaðadrasli að hurðinni inn í herbergið. Þar hafi verið að finna laut í blaðadraslinu og í henni lá karlmaðurinn samkvæmt lýsingu úr dómi. Maðurinn var afar ósáttur við afskipti lögreglunnar. Lögreglan lýsir því þannig að mjög erfiðlega hafi gengið að ræða við hann og hafi hann ekki svarað lögreglu af nokkru viti. Hafi hann ítrekað reynt að loka herberginu svo lögreglan gæti ekki skoðað það. Ekki hafi verið hægt að kveikja ljós í herberginu, sem hafi verið heilsuspillandi, og ekki mannabústaður að mati lögreglumannanna. Læknir frá Héraðslæknisembættinu var þá kallaður á vettvang að beiðni lögreglu. Eftir nokkrar viðræður við manninn tók læknirinn þá ákvörðun að svipta hann sjálfræði í 48 klukkustundir og færa manninn á geðdeild Landspítala. Þar aftur á móti komust sérfræðingar að því að engin þörf væri á því að svipta manninn sjálfræði þar sem hann væri hvorki hættulegur sjálfum sér né öðrum. Maðurinn var sviptur frelsi í tvær klukkustundir áður en sérfræðingar geðdeildar Landspítalans komust að annarri niðurstöðu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki hafi verið sýnt fram á að maðurinn væri haldinn geðsjúkdómi sem réttlætti það að flytja manninn á sjúkrahús gegn sínum vilja. Er ríkinu því gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni miskabætur fyrir að hafa svipt hann sjálfræði. Lögreglan var kölluð að heimili mannsins í desember árið 2007. Samkvæmt lögregluskýrslu bankaði lögregla ítrekað á hurð að herbergi mannsins eftir að nágranni hans hafði hringt og kvartað vegna ólyktar sem barst frá íbúð mannsins. Lögreglumenn litu inn um glugga á herberginu og þá blasti við mikill blaðabunki um allt herbergið sem víða náði nánast að lofti. Hvergi hafi verið hægt að stíga á gólf herbergisins fyrir dagblaðarusli og öðrum óþrifnaði. Lögreglumaður fór inn um glugga á herberginu til að athuga hvort manninn væri þar að finna en hann hafi engu svarað. Lögreglumaðurinn hafi skriðið ofan á kössum og blaðadrasli að hurðinni inn í herbergið. Þar hafi verið að finna laut í blaðadraslinu og í henni lá karlmaðurinn samkvæmt lýsingu úr dómi. Maðurinn var afar ósáttur við afskipti lögreglunnar. Lögreglan lýsir því þannig að mjög erfiðlega hafi gengið að ræða við hann og hafi hann ekki svarað lögreglu af nokkru viti. Hafi hann ítrekað reynt að loka herberginu svo lögreglan gæti ekki skoðað það. Ekki hafi verið hægt að kveikja ljós í herberginu, sem hafi verið heilsuspillandi, og ekki mannabústaður að mati lögreglumannanna. Læknir frá Héraðslæknisembættinu var þá kallaður á vettvang að beiðni lögreglu. Eftir nokkrar viðræður við manninn tók læknirinn þá ákvörðun að svipta hann sjálfræði í 48 klukkustundir og færa manninn á geðdeild Landspítala. Þar aftur á móti komust sérfræðingar að því að engin þörf væri á því að svipta manninn sjálfræði þar sem hann væri hvorki hættulegur sjálfum sér né öðrum. Maðurinn var sviptur frelsi í tvær klukkustundir áður en sérfræðingar geðdeildar Landspítalans komust að annarri niðurstöðu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki hafi verið sýnt fram á að maðurinn væri haldinn geðsjúkdómi sem réttlætti það að flytja manninn á sjúkrahús gegn sínum vilja. Er ríkinu því gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent