Innlent

Sigmundur flytur norður

BBI skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/GVA
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi. Þar sækist hann eftir því að leiða framboðslista Framsóknarflokksins.

Í samtali við fréttamiðilinn Vikudag segir hann að þó til standi að færa lögheimilið sé hann ekki búinn að því.

Spurður hvaða staðir komi til greina segir hann. „Þetta er allt saman í skoðun. Það eru margir afskaplega aðlaðandi staðir í kjördæminu, skemmtilegir bæir og sveitir og gott fólk um allt kjördæmið, þannig að það er erfitt að taka ákvörðun um hvar maður á að búa."

Sigmundur sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, en auk hans ásælist Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður, sætið. Því stefnir í spennandi slag í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×