Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. október 2012 19:08 Ólafur Þór Gunnarsson. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk. Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51