Aðeins Hollendingar og Bretar styðja ESA 17. maí 2012 05:00 Noregur og Liechtenstein styðja rök Íslands um að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðutryggingakerfi. Bretland og Holland sendu ein EES-ríkja inn athugasemdir til stuðnings ESA. EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. Bretland og Holland eru einu EES-ríkin sem nýttu sér tækifærið til að styðja málarekstur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesavemálinu, með skriflegum athugasemdum, en málið er nú rekið fyrir EFTA-dómstólnum. Skilafrestur athugasemda rann út á miðnætti í fyrrinótt, en þá höfðu EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein lagt fram athugasemdir til stuðnings málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að Noregur og Liechtenstein taki undir málflutning Íslands. „Mér finnst líka merkilegt að í athugasemdum sínum taka hvorki Bretland né Holland undir með ESA varðandi meinta mismunun Íslendinga gagnvart innistæðueigendum utan Íslands. Ég vil svo sem ekki draga of miklar ályktanir af því, en þessi meinta mismunun er annar af tveimur meginásunum í stefnu ESA gegn okkur.“ Hin meginstoðin í málarekstri ESA lýtur að því hvort Ísland hafi gerst brotlegt við innistæðutryggingatilskipun ESB. Málsvörn Íslands lýtur að því að annars vegar sé hvergi í tilskipuninni tiltekið að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfi, og hins vegar er því borið við að við bankahrunið hafi skapast óviðráðanlegar aðstæður á Íslandi, sem ógildi innistæðutilskipunina. Í athugasemdum sínum halda Bretar og Hollendingar því fram að markmið tilskipunarinnar sé að tryggja innistæður og það hafi einfaldlega ekki verið gert í umræddu tilfelli. Varðandi meintar óviðráðanlegar aðstæður, segja bæði ríkin að sönnunarbyrðin sé alfarið á Íslandi og engar slíkar sannanir liggi fyrir. Fjárhagslegir erfiðleikar eigi ekki við, þar sem Bretland og Holland hafi boðið Íslandi fjármuni að láni. Noregur og Liechtenstein taka hins vegar fram í sínum athugasemdum að hvergi í tilskipuninni sé tekið skýrt fram að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfum. Í ljósi þess hve miklar kvaðir á aðildarríki fælust í ríkisábyrgð þyrftu lögin að vera afar skýr að því leyti. Auk þess sé í formála laganna og vinnuskjölum frá setningu þeirra beinlínis tekið fram að tilskipunin feli ekki í sér ríkisábyrgð. Össur segir einnig merkilegt að Bretland og Holland hafi ein EES-ríkja sent athugasemdir til stuðnings ESA, því að hann hafi skynjað svipaða afstöðu hjá sumum kollega sinna. „Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá merku stofnun ESA, en ég tel að það sýni að málflutningur okkar fyrir öllum EES-ríkjunum hefur borið árangur og okkur hafi tekist að telja þeim hughvarf.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
EFTA-réttinum bárust aðeins fjórar athugasemdir frá EES-ríkjum. Bretar og Hollendingar styðja ESA, en Noregur og Liechtenstein styðja sjónarmið Íslands. Utanríkisráðherra telur málflutning Íslands hafa skilað sér til annarra EES-ríkja. Bretland og Holland eru einu EES-ríkin sem nýttu sér tækifærið til að styðja málarekstur Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesavemálinu, með skriflegum athugasemdum, en málið er nú rekið fyrir EFTA-dómstólnum. Skilafrestur athugasemda rann út á miðnætti í fyrrinótt, en þá höfðu EFTA-ríkin Noregur og Liechtenstein lagt fram athugasemdir til stuðnings málstað Íslands. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að Noregur og Liechtenstein taki undir málflutning Íslands. „Mér finnst líka merkilegt að í athugasemdum sínum taka hvorki Bretland né Holland undir með ESA varðandi meinta mismunun Íslendinga gagnvart innistæðueigendum utan Íslands. Ég vil svo sem ekki draga of miklar ályktanir af því, en þessi meinta mismunun er annar af tveimur meginásunum í stefnu ESA gegn okkur.“ Hin meginstoðin í málarekstri ESA lýtur að því hvort Ísland hafi gerst brotlegt við innistæðutryggingatilskipun ESB. Málsvörn Íslands lýtur að því að annars vegar sé hvergi í tilskipuninni tiltekið að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfi, og hins vegar er því borið við að við bankahrunið hafi skapast óviðráðanlegar aðstæður á Íslandi, sem ógildi innistæðutilskipunina. Í athugasemdum sínum halda Bretar og Hollendingar því fram að markmið tilskipunarinnar sé að tryggja innistæður og það hafi einfaldlega ekki verið gert í umræddu tilfelli. Varðandi meintar óviðráðanlegar aðstæður, segja bæði ríkin að sönnunarbyrðin sé alfarið á Íslandi og engar slíkar sannanir liggi fyrir. Fjárhagslegir erfiðleikar eigi ekki við, þar sem Bretland og Holland hafi boðið Íslandi fjármuni að láni. Noregur og Liechtenstein taka hins vegar fram í sínum athugasemdum að hvergi í tilskipuninni sé tekið skýrt fram að ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingakerfum. Í ljósi þess hve miklar kvaðir á aðildarríki fælust í ríkisábyrgð þyrftu lögin að vera afar skýr að því leyti. Auk þess sé í formála laganna og vinnuskjölum frá setningu þeirra beinlínis tekið fram að tilskipunin feli ekki í sér ríkisábyrgð. Össur segir einnig merkilegt að Bretland og Holland hafi ein EES-ríkja sent athugasemdir til stuðnings ESA, því að hann hafi skynjað svipaða afstöðu hjá sumum kollega sinna. „Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá merku stofnun ESA, en ég tel að það sýni að málflutningur okkar fyrir öllum EES-ríkjunum hefur borið árangur og okkur hafi tekist að telja þeim hughvarf.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira