Ósáttur lyfsali neitar því að vera með gullfiskaminni Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 13:36 Ólafur Adolfsson gagnrýnir nýlega ráðningu yfirmanns hjá Landsbankanum „Trúir Landsbankinn því að við séum með gullfiskaminni?" er yfirskrift stórrar auglýsingar sem birtist í Skessuhorni í dag. Sá sem er skrifaður fyrir auglýsingunni er Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands og „Fyrrverandi viðskiptavinur Landsbankans." Sjálfur kannast Ólafur ekki við að vera með gullfiskaminni og er ósáttur við yfirstjórn bankans. Hann hvetur Skagamenn til að mæta á opinn fund hjá Landsbankanum sem haldinn verður í kvöld með stjórnendum bankans. Fundurinn er liður í fyrirlestraröð þar sem kynnt er ný stefna bankans og framtíðarsýn, auk þess sem framkvæmdastjórn bankans situr fyrir svörum. „Ég vil að fólk mæti og láti í sér heyra," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann er afar ósáttur við nýlega ráðningu í stöðu yfirmanns hjá bankanum og segir skýringar skorta.Skjáskot af auglýsingunni sem birtist í Skessuhorni í dagÍ auglýsingunni er birt tilvitnun í nýja auglýsingaherferð Landsbankans þar sem segir: „Við ætlum að vera Landsbankinn þinn," en Ólafi finnst það heldur kaldhæðnisleg skilaboð. Guðni B. Guðnason, nýráðinn yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum, var framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu á Akranesi, þegar fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína og var dæmt til greiðslu stjórnvaldssektar. Apótekið var þá í beinni samkeppni við Apótek Vesturlands. Í auglýsingunni lætur Ólafur fylgja með tilvitnun í úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem vísað er í tölvupóst sem Guðni sendi Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólafssyni í júlí 2007, þar sem hann reifaði aðgerðir apóteksins í samkeppni sinni við Apótek Vesturlands, og rætt er um Ólaf í póstinum sem „Óla." „Mér finnst hæpið að hann hafi úthald lengi miðað við þessar forsendum en helst myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá honum fara niðurfyrir 30%. Þá er þetta örugglega búið," skrifar Guðni til eigenda fyrirtækisins. „Er það svona sem við viljum hafa Landsbankann okkar?" spyr Ólafur. Spurður um ástæðu þess að hann keypti þetta stóra auglýsingapláss í Skessuhorni fyrir þessa auglýsingu segir hann: „Þetta snýst um að ég hef ekki fengið frá þeim fullnægjandi svör um ástæðu þess að þeir ákveða að ráða til sín mann sem hefur gerst sekur um samkeppnisbrot," segir hann. Ólafur var dyggur viðskiptavinur Landsbankans en hætti þeim eftir að honum misbauð framkoma fyrirtækisins í garð viðskiptavina. „Það sóttu 63 um þessa stöðu sem Guðni var ráðinni í. Á þessum fundi í kvöld ætla ég að fara fram á skýringar á því af hverju hann var ráðinn," segir Ólafur. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Landsbankans við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Trúir Landsbankinn því að við séum með gullfiskaminni?" er yfirskrift stórrar auglýsingar sem birtist í Skessuhorni í dag. Sá sem er skrifaður fyrir auglýsingunni er Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands og „Fyrrverandi viðskiptavinur Landsbankans." Sjálfur kannast Ólafur ekki við að vera með gullfiskaminni og er ósáttur við yfirstjórn bankans. Hann hvetur Skagamenn til að mæta á opinn fund hjá Landsbankanum sem haldinn verður í kvöld með stjórnendum bankans. Fundurinn er liður í fyrirlestraröð þar sem kynnt er ný stefna bankans og framtíðarsýn, auk þess sem framkvæmdastjórn bankans situr fyrir svörum. „Ég vil að fólk mæti og láti í sér heyra," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann er afar ósáttur við nýlega ráðningu í stöðu yfirmanns hjá bankanum og segir skýringar skorta.Skjáskot af auglýsingunni sem birtist í Skessuhorni í dagÍ auglýsingunni er birt tilvitnun í nýja auglýsingaherferð Landsbankans þar sem segir: „Við ætlum að vera Landsbankinn þinn," en Ólafi finnst það heldur kaldhæðnisleg skilaboð. Guðni B. Guðnason, nýráðinn yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum, var framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu á Akranesi, þegar fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína og var dæmt til greiðslu stjórnvaldssektar. Apótekið var þá í beinni samkeppni við Apótek Vesturlands. Í auglýsingunni lætur Ólafur fylgja með tilvitnun í úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem vísað er í tölvupóst sem Guðni sendi Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólafssyni í júlí 2007, þar sem hann reifaði aðgerðir apóteksins í samkeppni sinni við Apótek Vesturlands, og rætt er um Ólaf í póstinum sem „Óla." „Mér finnst hæpið að hann hafi úthald lengi miðað við þessar forsendum en helst myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá honum fara niðurfyrir 30%. Þá er þetta örugglega búið," skrifar Guðni til eigenda fyrirtækisins. „Er það svona sem við viljum hafa Landsbankann okkar?" spyr Ólafur. Spurður um ástæðu þess að hann keypti þetta stóra auglýsingapláss í Skessuhorni fyrir þessa auglýsingu segir hann: „Þetta snýst um að ég hef ekki fengið frá þeim fullnægjandi svör um ástæðu þess að þeir ákveða að ráða til sín mann sem hefur gerst sekur um samkeppnisbrot," segir hann. Ólafur var dyggur viðskiptavinur Landsbankans en hætti þeim eftir að honum misbauð framkoma fyrirtækisins í garð viðskiptavina. „Það sóttu 63 um þessa stöðu sem Guðni var ráðinni í. Á þessum fundi í kvöld ætla ég að fara fram á skýringar á því af hverju hann var ráðinn," segir Ólafur. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Landsbankans við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira