Ósáttur lyfsali neitar því að vera með gullfiskaminni Erla Hlynsdóttir skrifar 10. febrúar 2011 13:36 Ólafur Adolfsson gagnrýnir nýlega ráðningu yfirmanns hjá Landsbankanum „Trúir Landsbankinn því að við séum með gullfiskaminni?" er yfirskrift stórrar auglýsingar sem birtist í Skessuhorni í dag. Sá sem er skrifaður fyrir auglýsingunni er Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands og „Fyrrverandi viðskiptavinur Landsbankans." Sjálfur kannast Ólafur ekki við að vera með gullfiskaminni og er ósáttur við yfirstjórn bankans. Hann hvetur Skagamenn til að mæta á opinn fund hjá Landsbankanum sem haldinn verður í kvöld með stjórnendum bankans. Fundurinn er liður í fyrirlestraröð þar sem kynnt er ný stefna bankans og framtíðarsýn, auk þess sem framkvæmdastjórn bankans situr fyrir svörum. „Ég vil að fólk mæti og láti í sér heyra," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann er afar ósáttur við nýlega ráðningu í stöðu yfirmanns hjá bankanum og segir skýringar skorta.Skjáskot af auglýsingunni sem birtist í Skessuhorni í dagÍ auglýsingunni er birt tilvitnun í nýja auglýsingaherferð Landsbankans þar sem segir: „Við ætlum að vera Landsbankinn þinn," en Ólafi finnst það heldur kaldhæðnisleg skilaboð. Guðni B. Guðnason, nýráðinn yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum, var framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu á Akranesi, þegar fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína og var dæmt til greiðslu stjórnvaldssektar. Apótekið var þá í beinni samkeppni við Apótek Vesturlands. Í auglýsingunni lætur Ólafur fylgja með tilvitnun í úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem vísað er í tölvupóst sem Guðni sendi Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólafssyni í júlí 2007, þar sem hann reifaði aðgerðir apóteksins í samkeppni sinni við Apótek Vesturlands, og rætt er um Ólaf í póstinum sem „Óla." „Mér finnst hæpið að hann hafi úthald lengi miðað við þessar forsendum en helst myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá honum fara niðurfyrir 30%. Þá er þetta örugglega búið," skrifar Guðni til eigenda fyrirtækisins. „Er það svona sem við viljum hafa Landsbankann okkar?" spyr Ólafur. Spurður um ástæðu þess að hann keypti þetta stóra auglýsingapláss í Skessuhorni fyrir þessa auglýsingu segir hann: „Þetta snýst um að ég hef ekki fengið frá þeim fullnægjandi svör um ástæðu þess að þeir ákveða að ráða til sín mann sem hefur gerst sekur um samkeppnisbrot," segir hann. Ólafur var dyggur viðskiptavinur Landsbankans en hætti þeim eftir að honum misbauð framkoma fyrirtækisins í garð viðskiptavina. „Það sóttu 63 um þessa stöðu sem Guðni var ráðinni í. Á þessum fundi í kvöld ætla ég að fara fram á skýringar á því af hverju hann var ráðinn," segir Ólafur. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Landsbankans við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
„Trúir Landsbankinn því að við séum með gullfiskaminni?" er yfirskrift stórrar auglýsingar sem birtist í Skessuhorni í dag. Sá sem er skrifaður fyrir auglýsingunni er Ólafur Adolfsson, lyfsali hjá Apóteki Vesturlands og „Fyrrverandi viðskiptavinur Landsbankans." Sjálfur kannast Ólafur ekki við að vera með gullfiskaminni og er ósáttur við yfirstjórn bankans. Hann hvetur Skagamenn til að mæta á opinn fund hjá Landsbankanum sem haldinn verður í kvöld með stjórnendum bankans. Fundurinn er liður í fyrirlestraröð þar sem kynnt er ný stefna bankans og framtíðarsýn, auk þess sem framkvæmdastjórn bankans situr fyrir svörum. „Ég vil að fólk mæti og láti í sér heyra," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann er afar ósáttur við nýlega ráðningu í stöðu yfirmanns hjá bankanum og segir skýringar skorta.Skjáskot af auglýsingunni sem birtist í Skessuhorni í dagÍ auglýsingunni er birt tilvitnun í nýja auglýsingaherferð Landsbankans þar sem segir: „Við ætlum að vera Landsbankinn þinn," en Ólafi finnst það heldur kaldhæðnisleg skilaboð. Guðni B. Guðnason, nýráðinn yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum, var framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu á Akranesi, þegar fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína og var dæmt til greiðslu stjórnvaldssektar. Apótekið var þá í beinni samkeppni við Apótek Vesturlands. Í auglýsingunni lætur Ólafur fylgja með tilvitnun í úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem vísað er í tölvupóst sem Guðni sendi Karli Wernerssyni, Steingrími Wernerssyni og Guðmundi Ólafssyni í júlí 2007, þar sem hann reifaði aðgerðir apóteksins í samkeppni sinni við Apótek Vesturlands, og rætt er um Ólaf í póstinum sem „Óla." „Mér finnst hæpið að hann hafi úthald lengi miðað við þessar forsendum en helst myndi ég vilja sjá lyfseðlafjölda hjá honum fara niðurfyrir 30%. Þá er þetta örugglega búið," skrifar Guðni til eigenda fyrirtækisins. „Er það svona sem við viljum hafa Landsbankann okkar?" spyr Ólafur. Spurður um ástæðu þess að hann keypti þetta stóra auglýsingapláss í Skessuhorni fyrir þessa auglýsingu segir hann: „Þetta snýst um að ég hef ekki fengið frá þeim fullnægjandi svör um ástæðu þess að þeir ákveða að ráða til sín mann sem hefur gerst sekur um samkeppnisbrot," segir hann. Ólafur var dyggur viðskiptavinur Landsbankans en hætti þeim eftir að honum misbauð framkoma fyrirtækisins í garð viðskiptavina. „Það sóttu 63 um þessa stöðu sem Guðni var ráðinni í. Á þessum fundi í kvöld ætla ég að fara fram á skýringar á því af hverju hann var ráðinn," segir Ólafur. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Landsbankans við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira