Ræðst á næstu dögum 12. janúar 2011 19:14 Gylfi Arnbjörnsson. Mynd/Anton Brink Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið." Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið."
Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20
Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05
Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58