Ræðst á næstu dögum 12. janúar 2011 19:14 Gylfi Arnbjörnsson. Mynd/Anton Brink Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið." Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið."
Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20
Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05
Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58