Ræðst á næstu dögum 12. janúar 2011 19:14 Gylfi Arnbjörnsson. Mynd/Anton Brink Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið." Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir það verða að ráðast á næstu einni til tveimur vikum hvort samstaða næst um kjarasamninga á breiðum grundvelli með aðkomu stjórnvalda. Hugmyndir vinnuveitenda um kauphækkanir séu langt frá því sem hægt sé að sætta sig við. Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins á hraðari snúning með því að auka fjárfestingar og framkvæmdir, þannig að eyða megi atvinnuleysi og auka arðsemi fyrirtækja. Forysta Samtaka atvinnulífsins kynnti formönnum stjórnarflokkanna í dag auk þess hugmyndir sínar um samræmda kjarasamninga til þriggja ára, afnám gjaldeyrishafta, lækkun ýmissa skatta og gjalda á fyrirtæki, sátt um sjávarútvegskerfið og fleira sem forsendur samninga til langs tíma. Fjárfesting í atvinnulífinu sé meginforsendan. „Ekki að fara á neyslufyllerí. Ekki vera með hallarekstur á ríkissjóði heldur að oma atvinnulífinu að stað með auknum fjárfestingum. Í framhaldi á því aukist atvinna og við séum líka að undirbyggja ný samkeppnishæf störf til lengri tíma," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningar til lengri tíma sé ein megin forsenda þess að koma fjárfestingum af stað. „Síðan er fullt af hlutum sem snúa af stjórnvöldum sem þurfa að koma þarna inn. Fyrst og fremst að spurningin um að fjármagnsmarkaðarnir á Íslandi fari að fúnkera almennilega og fyrirtæki fái eðlilegan aðgang að lánsfé, bæði innlendu og erlendu," segir Vilhjálmur. Verkalýðsforystan er líka með kröfur á ríkið varðandi verðtryggingu persónufrádráttar, samræmingu lífeyrisréttinda og fleira. En hugmyndir vinnuveitenda um 7-8 prósenta launahækkanir á þremur árum falla í grýttan jarðveg. „Það er orðin óþreyja og menn vilja fara að sjá einhverja þróun gerast í þessu. Ég held að við höfum fram í næstu viku til að draga þessar línur upp," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ef það takist ekki verði ekkert að samræmdum kjarasamningum til langs tíma. „Þá ég á von á því að menn fari að horfa til skemmri tíma og semji til haustsins," segir Gylfi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir stjórnvöld reiðubúin til samstarfs, enda sé friður á vinnumarkaði mikilvægur við uppbygginguna. „En hins vegar er fjárhagslegt svigrúm ríkisins til að taka á sig mikil sértæk útgjöld vegna kjarasamninga ekki mikið."
Tengdar fréttir ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20 Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05 Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
ASÍ vill endurvekja verkamannabústaðakerfið Alþýðusamband Íslands vill endurvekja verkamannabústaðakerfið með nauðsynlegri vaxtaniðurgreiðslu hins opinbera til að auðvelda tekjulágum heimilum að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Þetta er meðal krafna sem ASÍ kynnti ríkisstjórninni á fundi sem hófst klukkan eitt í dag. 12. janúar 2011 14:20
Friður á vinnumarkaði afar mikilvægur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hvatti í dag forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til að gæta hófs í kröfugerð á hendur ríkinu svo aðhalds- og stöðugleikamarkmiðum ríkisstjórnarinnar verði ekki stefnt í hættu. 12. janúar 2011 17:05
Kaupmáttur verði að aukast Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. 12. janúar 2011 11:58