„Björgunarliðið stóð sig frábærlega“ 28. janúar 2011 18:53 „Auðvitað er ég ánægður því nóttin var ekki sérlega þægileg," segir fimmtugur Þjóðverji sem björgunarsveitir leituðu að á Eyjafjallajökli í alla nótt og fundu undir morgun, hann segir að björgunarlið hafa sýnt mikla fagmennsku í aðgerðum sínum. Hann óttaðist aldrei um líf sitt og stefnir á að fara upp á Vatnajökul við fyrsta tækifæri. Peter Bullnann er nokkuð vanur fjallagarpur en hann var á leið frá eldstöðinni austur af jöklinum og í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi þegar hann varð viðskila við tvo félaga sína. Hann segist hafa ætlað niður af jöklinum en vegna veðurs og slæmra skilyrða hafi hann ákveðið að grafa sig í fönn, þar til veðrið gengi niður. Í gærkvöldi hófu um það bil 150 björgunarsveitarmenn leit að Peter við mjög erfiðar aðstæður. Þyrla var einnig send til leitar, en varð frá að hverfa þar sem skyggni og veður leyfðu ekki leit úr lofti. Það var svo rétt fyrir klukkan sex í morgun að björgunarmenn á vélsleðum og snjóbíl óku fram á Peter á gangi og hann segir það hafa verið mikinn létti. Hann segist hafa verið mjög vel búinn og hafi í raun aldrei óttast um líf sitt. Og hann ber björgunarmönnum söguna vel „Það er allt betra en að vera tvær nætur á ísnum. Ég vil þakka öllu björgunarliðinu kærlega fyrir. Það var mjög gott, mjög fagmannlegt. Þeir voru mjög fljótir og stóðu sig frábærlega." Og Peter lætur þetta ekkert á sig fá og stefnir á Vatnajökul ásamt félögum sínum þegar veðrið batnar. Hann reyndar týndi hluta af búnaði sínum á jöklinum, en vonast til þess að fá hann sem fyrst.Hér má sjá myndskeið frá björgunarafrekinu sem kvikmyndatökumaður á vegum Sagafilm tók. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Auðvitað er ég ánægður því nóttin var ekki sérlega þægileg," segir fimmtugur Þjóðverji sem björgunarsveitir leituðu að á Eyjafjallajökli í alla nótt og fundu undir morgun, hann segir að björgunarlið hafa sýnt mikla fagmennsku í aðgerðum sínum. Hann óttaðist aldrei um líf sitt og stefnir á að fara upp á Vatnajökul við fyrsta tækifæri. Peter Bullnann er nokkuð vanur fjallagarpur en hann var á leið frá eldstöðinni austur af jöklinum og í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi þegar hann varð viðskila við tvo félaga sína. Hann segist hafa ætlað niður af jöklinum en vegna veðurs og slæmra skilyrða hafi hann ákveðið að grafa sig í fönn, þar til veðrið gengi niður. Í gærkvöldi hófu um það bil 150 björgunarsveitarmenn leit að Peter við mjög erfiðar aðstæður. Þyrla var einnig send til leitar, en varð frá að hverfa þar sem skyggni og veður leyfðu ekki leit úr lofti. Það var svo rétt fyrir klukkan sex í morgun að björgunarmenn á vélsleðum og snjóbíl óku fram á Peter á gangi og hann segir það hafa verið mikinn létti. Hann segist hafa verið mjög vel búinn og hafi í raun aldrei óttast um líf sitt. Og hann ber björgunarmönnum söguna vel „Það er allt betra en að vera tvær nætur á ísnum. Ég vil þakka öllu björgunarliðinu kærlega fyrir. Það var mjög gott, mjög fagmannlegt. Þeir voru mjög fljótir og stóðu sig frábærlega." Og Peter lætur þetta ekkert á sig fá og stefnir á Vatnajökul ásamt félögum sínum þegar veðrið batnar. Hann reyndar týndi hluta af búnaði sínum á jöklinum, en vonast til þess að fá hann sem fyrst.Hér má sjá myndskeið frá björgunarafrekinu sem kvikmyndatökumaður á vegum Sagafilm tók.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira