„Björgunarliðið stóð sig frábærlega“ 28. janúar 2011 18:53 „Auðvitað er ég ánægður því nóttin var ekki sérlega þægileg," segir fimmtugur Þjóðverji sem björgunarsveitir leituðu að á Eyjafjallajökli í alla nótt og fundu undir morgun, hann segir að björgunarlið hafa sýnt mikla fagmennsku í aðgerðum sínum. Hann óttaðist aldrei um líf sitt og stefnir á að fara upp á Vatnajökul við fyrsta tækifæri. Peter Bullnann er nokkuð vanur fjallagarpur en hann var á leið frá eldstöðinni austur af jöklinum og í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi þegar hann varð viðskila við tvo félaga sína. Hann segist hafa ætlað niður af jöklinum en vegna veðurs og slæmra skilyrða hafi hann ákveðið að grafa sig í fönn, þar til veðrið gengi niður. Í gærkvöldi hófu um það bil 150 björgunarsveitarmenn leit að Peter við mjög erfiðar aðstæður. Þyrla var einnig send til leitar, en varð frá að hverfa þar sem skyggni og veður leyfðu ekki leit úr lofti. Það var svo rétt fyrir klukkan sex í morgun að björgunarmenn á vélsleðum og snjóbíl óku fram á Peter á gangi og hann segir það hafa verið mikinn létti. Hann segist hafa verið mjög vel búinn og hafi í raun aldrei óttast um líf sitt. Og hann ber björgunarmönnum söguna vel „Það er allt betra en að vera tvær nætur á ísnum. Ég vil þakka öllu björgunarliðinu kærlega fyrir. Það var mjög gott, mjög fagmannlegt. Þeir voru mjög fljótir og stóðu sig frábærlega." Og Peter lætur þetta ekkert á sig fá og stefnir á Vatnajökul ásamt félögum sínum þegar veðrið batnar. Hann reyndar týndi hluta af búnaði sínum á jöklinum, en vonast til þess að fá hann sem fyrst.Hér má sjá myndskeið frá björgunarafrekinu sem kvikmyndatökumaður á vegum Sagafilm tók. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
„Auðvitað er ég ánægður því nóttin var ekki sérlega þægileg," segir fimmtugur Þjóðverji sem björgunarsveitir leituðu að á Eyjafjallajökli í alla nótt og fundu undir morgun, hann segir að björgunarlið hafa sýnt mikla fagmennsku í aðgerðum sínum. Hann óttaðist aldrei um líf sitt og stefnir á að fara upp á Vatnajökul við fyrsta tækifæri. Peter Bullnann er nokkuð vanur fjallagarpur en hann var á leið frá eldstöðinni austur af jöklinum og í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi þegar hann varð viðskila við tvo félaga sína. Hann segist hafa ætlað niður af jöklinum en vegna veðurs og slæmra skilyrða hafi hann ákveðið að grafa sig í fönn, þar til veðrið gengi niður. Í gærkvöldi hófu um það bil 150 björgunarsveitarmenn leit að Peter við mjög erfiðar aðstæður. Þyrla var einnig send til leitar, en varð frá að hverfa þar sem skyggni og veður leyfðu ekki leit úr lofti. Það var svo rétt fyrir klukkan sex í morgun að björgunarmenn á vélsleðum og snjóbíl óku fram á Peter á gangi og hann segir það hafa verið mikinn létti. Hann segist hafa verið mjög vel búinn og hafi í raun aldrei óttast um líf sitt. Og hann ber björgunarmönnum söguna vel „Það er allt betra en að vera tvær nætur á ísnum. Ég vil þakka öllu björgunarliðinu kærlega fyrir. Það var mjög gott, mjög fagmannlegt. Þeir voru mjög fljótir og stóðu sig frábærlega." Og Peter lætur þetta ekkert á sig fá og stefnir á Vatnajökul ásamt félögum sínum þegar veðrið batnar. Hann reyndar týndi hluta af búnaði sínum á jöklinum, en vonast til þess að fá hann sem fyrst.Hér má sjá myndskeið frá björgunarafrekinu sem kvikmyndatökumaður á vegum Sagafilm tók.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira