Í tísku að tala niður Alþingi 1. janúar 2011 12:14 „Það er í tísku að tala niður Alþingi og sú gagnrýni sem að stjórnmálastéttinni beinist á að sumu leyti rétt á sér,“ segir þingmaðurinn. Mynd/Anton Brink Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í tísku að tala niður Alþingi. Hann telur þó að sú gagnrýni sem beinist að stjórnmálastéttinni eigi að sumu leyti rétt á sér. „Hinu vil ég þó halda til að haga að stærstur hluti þingstarfa er gagnlegt umbótastarf sem verður til í prýðilegri sátt milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu. Það starf er unnið í nefndum þingsins en því miður ratar það sjaldnast í fjölmiðla, sem hins vegar beina sjónum sínum fyrst og fremst að upphlaupum og málfundatilburðum í þingsal," segir Skúli í pistli á Pressan.is þar sem hann fer yfir nýliðið ár. „Það er á ábyrgð allra þingmanna að leiðrétta þessa mynd karps og áfloga sem þjóðin fær af þinginu í gegnum fjölmiðla, því hún er í grundvallaratriðum villandi og röng." Skúli segir árið 2010 hafa verið viðburðaríkt og það hafi rammast inn af Icesave deilunni. Árið hafi annars verið ár uppgjörs. Þá segir Skúli: „Niðurstaðan er sú að stjórnvöldum með fulltingi stjórnarandstöðu, hefur tekist að greiða úr þremur vandasömustu vandamálunum sem tengjast úrvinnslu skuldamála efnahagshrunsins, þ.e. skuldamálum heimila og fyrirtækja og Icesave deilunni."Mikilvæg verkefni bíða stjórnlagaþings Mikilvægasta lýðræðisverkefni næsta árs verður stjórnlagaþingið, að mati Skúla. Stjórnlagaþingið sem kemur saman í febrúar fær það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. „Það er ekkert áhlaupaverk en þar gefst raunverulegt tækifæri til að leiða til lykta gömul réttlætismál eins og jöfnun atkvæðisréttar og afnám úreltrar kjördæmaskipunar sem skiptir þjóðinni í fylkingar höfuðborgar og landsbyggðar. Það er hluti af þeirri átakahefð sem einkennt hefur íslensk stjórnmál að þingmenn hafa í of ríkum mæli skilgreint sig frekar sem varðmenn kjördæmahagsmuna en þjóðarhagsmuna." Skúli segir að önnur mikilvæg verkefni sem bíði stjórnlagaþings séu meðal annars aðskilnaður ríkis og kirkju og lögfesting á þjóðareign náttúruauðlinda. „Allt eru þetta verkefni sem hafa reynst flokkakerfinu ofviða að leysa, vegna djúpstæðs skoðanaágreinings flokkanna. Ég er stoltur af því að hafa átt þátt í því að Alþingi afsalaði sér hluta af völdum sínum með því að efna til stjórnlagaþings." Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í tísku að tala niður Alþingi. Hann telur þó að sú gagnrýni sem beinist að stjórnmálastéttinni eigi að sumu leyti rétt á sér. „Hinu vil ég þó halda til að haga að stærstur hluti þingstarfa er gagnlegt umbótastarf sem verður til í prýðilegri sátt milli þingmanna stjórnar og stjórnarandstöðu. Það starf er unnið í nefndum þingsins en því miður ratar það sjaldnast í fjölmiðla, sem hins vegar beina sjónum sínum fyrst og fremst að upphlaupum og málfundatilburðum í þingsal," segir Skúli í pistli á Pressan.is þar sem hann fer yfir nýliðið ár. „Það er á ábyrgð allra þingmanna að leiðrétta þessa mynd karps og áfloga sem þjóðin fær af þinginu í gegnum fjölmiðla, því hún er í grundvallaratriðum villandi og röng." Skúli segir árið 2010 hafa verið viðburðaríkt og það hafi rammast inn af Icesave deilunni. Árið hafi annars verið ár uppgjörs. Þá segir Skúli: „Niðurstaðan er sú að stjórnvöldum með fulltingi stjórnarandstöðu, hefur tekist að greiða úr þremur vandasömustu vandamálunum sem tengjast úrvinnslu skuldamála efnahagshrunsins, þ.e. skuldamálum heimila og fyrirtækja og Icesave deilunni."Mikilvæg verkefni bíða stjórnlagaþings Mikilvægasta lýðræðisverkefni næsta árs verður stjórnlagaþingið, að mati Skúla. Stjórnlagaþingið sem kemur saman í febrúar fær það verkefni að semja nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. „Það er ekkert áhlaupaverk en þar gefst raunverulegt tækifæri til að leiða til lykta gömul réttlætismál eins og jöfnun atkvæðisréttar og afnám úreltrar kjördæmaskipunar sem skiptir þjóðinni í fylkingar höfuðborgar og landsbyggðar. Það er hluti af þeirri átakahefð sem einkennt hefur íslensk stjórnmál að þingmenn hafa í of ríkum mæli skilgreint sig frekar sem varðmenn kjördæmahagsmuna en þjóðarhagsmuna." Skúli segir að önnur mikilvæg verkefni sem bíði stjórnlagaþings séu meðal annars aðskilnaður ríkis og kirkju og lögfesting á þjóðareign náttúruauðlinda. „Allt eru þetta verkefni sem hafa reynst flokkakerfinu ofviða að leysa, vegna djúpstæðs skoðanaágreinings flokkanna. Ég er stoltur af því að hafa átt þátt í því að Alþingi afsalaði sér hluta af völdum sínum með því að efna til stjórnlagaþings."
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira