Flóðin í Brisbane: „Staðan er orðin miklu verri en í gær“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. janúar 2011 09:45 „Staðan er orðin miklu verri en í gær. Það er orðið meira vatnsmagn í ánni og búið að loka miðborginni," segir Jón Björnsson sem búsettur er rétt utan við Brisbane í Ástralíu þar sem tólf manns hafa nú látist í flóðunum. Yfir fimmtíu manns er saknað og á fjórða þúsund hafast við í neyðarskýlum. Eiginkona Jóns starfar í Brisbane en henni hefur verið tilkynnt að mæta ekki til vinnu fyrr en á mánudag. Búist er við að háflóð verði í fyrramálið en að vatnsmagnið fari hægt minnkandi eftir það. „Þeir halda að það verði háflóð í kannski 24 tíma og fari svo lækkandi upp úr miðjum degi á föstudag. Vatnshæðin verður líklega ekki komin niður fyrir þrjá metra fyrr en á sunnudag eða mánudag," segir Jón. Tapa innbúinu í annað sinn Fjölskylda Jóns og vinir hafa sloppið vel en gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín undir vatn. „Fólk er auðvitað miður sín að tapa heilu búslóðunum. Þetta er svakalegt áfall," segir Jón. Mikil flóð urðu á þessu sama svæði fyrir tæpum 40 árum og segir Jón að tengdafaðir hans hafi sérstaklega ráðlagt þeim hjónum að kaupa sér ekki húsnæði í nágrenni við fljótið. „Hér er eldra fólk sem missti allt innbúið sitt þá og er að missa allt innbúið sitt aftur," segir hann.Heimili nóbelsverðlaunahafa undir vatn Jón hefur fengið fregnir af því að einn þeirra sem hefur misst hús sitt undir vatn sé nóbelsverðlaunahafinn Ian Frazer sem þróaði bóluefni gegn leghálskrabbameini og var árið 2006 valinn Ástrali ársins. Hann hafði lagt í miklar endurbætur á heimili sínu en er það líklega allt tapað í flóðunum. Talið er að um 900 þúsund ferkílómetrar séu nú undirlagðir vatni, eða ríflega hálft Queensland-fylkið. Jón hefur sérstaklega orð á því hversu vel björgunarsveitarmenn hafi staðið sig í þessum miklu hamförum. Hér meðfylgjandi má sjá nýtt fréttamyndband af svæðinu frá ITN fréttastofunni. Tengdar fréttir Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18 Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05 Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00 „Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26 Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Staðan er orðin miklu verri en í gær. Það er orðið meira vatnsmagn í ánni og búið að loka miðborginni," segir Jón Björnsson sem búsettur er rétt utan við Brisbane í Ástralíu þar sem tólf manns hafa nú látist í flóðunum. Yfir fimmtíu manns er saknað og á fjórða þúsund hafast við í neyðarskýlum. Eiginkona Jóns starfar í Brisbane en henni hefur verið tilkynnt að mæta ekki til vinnu fyrr en á mánudag. Búist er við að háflóð verði í fyrramálið en að vatnsmagnið fari hægt minnkandi eftir það. „Þeir halda að það verði háflóð í kannski 24 tíma og fari svo lækkandi upp úr miðjum degi á föstudag. Vatnshæðin verður líklega ekki komin niður fyrir þrjá metra fyrr en á sunnudag eða mánudag," segir Jón. Tapa innbúinu í annað sinn Fjölskylda Jóns og vinir hafa sloppið vel en gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín undir vatn. „Fólk er auðvitað miður sín að tapa heilu búslóðunum. Þetta er svakalegt áfall," segir Jón. Mikil flóð urðu á þessu sama svæði fyrir tæpum 40 árum og segir Jón að tengdafaðir hans hafi sérstaklega ráðlagt þeim hjónum að kaupa sér ekki húsnæði í nágrenni við fljótið. „Hér er eldra fólk sem missti allt innbúið sitt þá og er að missa allt innbúið sitt aftur," segir hann.Heimili nóbelsverðlaunahafa undir vatn Jón hefur fengið fregnir af því að einn þeirra sem hefur misst hús sitt undir vatn sé nóbelsverðlaunahafinn Ian Frazer sem þróaði bóluefni gegn leghálskrabbameini og var árið 2006 valinn Ástrali ársins. Hann hafði lagt í miklar endurbætur á heimili sínu en er það líklega allt tapað í flóðunum. Talið er að um 900 þúsund ferkílómetrar séu nú undirlagðir vatni, eða ríflega hálft Queensland-fylkið. Jón hefur sérstaklega orð á því hversu vel björgunarsveitarmenn hafi staðið sig í þessum miklu hamförum. Hér meðfylgjandi má sjá nýtt fréttamyndband af svæðinu frá ITN fréttastofunni.
Tengdar fréttir Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18 Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05 Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00 „Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26 Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18
Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05
Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00
„Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26
Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45