Varnarkerfið verulega laskað eftir loftárásir Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. mars 2011 23:11 Bandamenn gerðu loftárásir á Líbíu í kvöld. Mynd/ AFP. Loftvarnarkerfi Líbíu er verulega laskað, segir þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna. Eins og fram hefur komið fyrr í kvöld hafa bandamenn skotið 112 Tomahawk flaugum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Líbíu. Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði á það áherslu í dag að bandarísk stjórnvöld myndu ekki senda fótgönguliða inn í Líbíu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hugsanir sínar séu hjá þeim hugrökku mönnum sem standi í fremstu víglínu fyrir bandamenn. Gaddafi og ríkisstjórn hans í Líbíu hefur fordæmt árásirnar og segir að Líbía munu gera árásir á hernaðarleg skotmörk og óbreytta borgara í ríkjum við Miðjarðarhafið. Líbíumenn hafa þegar tekið fjóra blaðamenn höndum. Þar af er einn frá Bretlandi og einn frá Noregi. Á meðfylgjandi mynd sést þegar einni Tomahawk flauginni er skotið í átt að skotmarki. Tengdar fréttir Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna "Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið. 19. mars 2011 22:13 Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug. 19. mars 2011 20:11 Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu. 19. mars 2011 17:16 Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus „Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag. 19. mars 2011 22:24 Árásin gæti haft áhrif á olíuverð Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%. 19. mars 2011 14:50 Herþota skotin niður Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi. 19. mars 2011 09:14 Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar. 19. mars 2011 22:41 Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir. 19. mars 2011 15:00 Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður. 19. mars 2011 11:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Loftvarnarkerfi Líbíu er verulega laskað, segir þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna. Eins og fram hefur komið fyrr í kvöld hafa bandamenn skotið 112 Tomahawk flaugum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Líbíu. Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði á það áherslu í dag að bandarísk stjórnvöld myndu ekki senda fótgönguliða inn í Líbíu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hugsanir sínar séu hjá þeim hugrökku mönnum sem standi í fremstu víglínu fyrir bandamenn. Gaddafi og ríkisstjórn hans í Líbíu hefur fordæmt árásirnar og segir að Líbía munu gera árásir á hernaðarleg skotmörk og óbreytta borgara í ríkjum við Miðjarðarhafið. Líbíumenn hafa þegar tekið fjóra blaðamenn höndum. Þar af er einn frá Bretlandi og einn frá Noregi. Á meðfylgjandi mynd sést þegar einni Tomahawk flauginni er skotið í átt að skotmarki.
Tengdar fréttir Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna "Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið. 19. mars 2011 22:13 Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug. 19. mars 2011 20:11 Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu. 19. mars 2011 17:16 Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus „Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag. 19. mars 2011 22:24 Árásin gæti haft áhrif á olíuverð Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%. 19. mars 2011 14:50 Herþota skotin niður Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi. 19. mars 2011 09:14 Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar. 19. mars 2011 22:41 Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir. 19. mars 2011 15:00 Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður. 19. mars 2011 11:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Meðvitaður um hættur hernaðaraðgerðanna "Ég er meðvitaður um hættur hernaðaraðgerða,” sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í kvöld. Ég vil að ameríska þjóðin viti að beiting valds er ekki fyrsti kostur í stöðunni,“ sagði Barack Obama þegar að hann réttlætti loftárásirnar á Líbíu sem hófust í kvöld. Obama sagði að Gaddafi beitti þjóð sína svo mikillli grimmd að ekki væri hægt að standa hjá og horfa á ofbeldið. 19. mars 2011 22:13
Frakkar senda flugmóðurskip sitt til Líbíu Franskar herþotur skutu fyrstu skotum á líbísk skotmörk í dag. Þá hefur David Cameron, forsætisráðherra Breta, staðfest að breskar herþotur væru tilbúnar til árásar og bandarískir fjölmiðlar segja að hermenn Bandaríkjamanna hafi skotið stýriflaug. 19. mars 2011 20:11
Bandamenn búa sig undir árásir á Gaddafi Um 20 herþotur frá franska flughernum sveima nú í líbískri lofthelgi til að koma í veg fyrir að herlið Gaddafis Líbíuforseta geti ráðist á uppreisnarmenn í borginni Benghazi. Þá eru einnig franskar þotur yfir Líbíu. 19. mars 2011 17:16
Cameron segir ekki hægt að sitja aðgerðarlaus „Það sem við gerum er nauðsynlegt, löglegt og rétt,“ sagði David Cameron forsætisráðherra Bretlands í sjónvarpsávarpi fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í dag. 19. mars 2011 22:24
Árásin gæti haft áhrif á olíuverð Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%. 19. mars 2011 14:50
Herþota skotin niður Herþota var skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt þrátt fyrir að ríkisstjórn Líbíu hafi lýst yfir vopnahléi. 19. mars 2011 09:14
Gaddafi með fjóra blaðamenn í haldi Líbísk stjórnvöld hafa tekið fjóra blaðamenn í gíslingu eftir að árásir bandamanna á Líbíu hófust í dag. Blaðamennirnir starfa allir fyrir Al-Jazeera fréttastofuna. Þeir eru frá Bretlandi, Noregi, Túnis og Márítaníu, að því er Al-Jazeera greinir frá. Blaðamennirnir hafa verið í Líbíu undanfarna daga til þess að greina frá ástandinu þar. 19. mars 2011 22:41
Bandamenn ætla að ráðast á Gaddafi Loftárásir bandamanna á Líbíu geta hafist á hverri stundu en leiðtogar Evrópu, nokkurra Arabaríkja og utanríkisráðherra Bandaríkjanna ákváðu á fundi í París rétt í þessu að hefja hernaðaraðgerðir. 19. mars 2011 15:00
Hrikalegar myndir af árásinni í Líbíu David Cameron, forsætisráðherra Breta, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, eru í þann mund að hittast til að ræða stöðuna í Líbíu. Síðar í dag munu þau svo hitta leiðtoga fleiri Evrópuríkja og Arabaríkja til að ræða hernaðaraðgerðir. Þær eru hrikalegar myndirnar sem sýna þegar herþota er skotin niður í borginni Benghazi í Líbíu í nótt. Vélin var á vegum uppreisnarmanna og talið er að það hafi verið hersveitir Gaddafis sem skutu vélina niður. 19. mars 2011 11:34