Stefnir í stórslys í heilbrigðiskerfinu Karen D. Kjartansdóttir skrifar 27. janúar 2011 19:05 Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, er mjög ósátt við að sér þyki sem ekki hafi mörkuð stefna um hvernig heilbrigðisþjónustan eigi að vera í framtíðinni. Það leiði til þess að niðurskurðurinn verði ómarkviss og oft ólíklegur til að verða til nokkurs sparnaðar heldur fremur leiða til frekari tilkostnaðar. „Við getum endað með mun verri heilbrigðisþjónustu með mun meiri tilkostnaði en nú er. Það getur endað með stórslysi þegar farið er út í niðurskurð af vanþekkingu og öðrum sjónarmiðum en faglegum," segir Guðlaug. Guðlaug segir mikilvægt að þjónusta og mannafli sé nýtt skynsamlega þannig réttur viðbúnaður sé veittur eftir því sem við á. Hún segir sér virðist sem stefnan sé tekin á að veita þjónustu oftar á hæsta viðbúnaðarstigi. Það sé í raun dýrara og auki kostnað fyrir skjólstæðinga sem ekki sé tekið tillit til þegar hagrætt er. „Kostnaðurinn kemur til þannig að ef ekki er hægt að veita fólki þjónustu í nágrenni við heimahaga þess verður það að sækja sér þjónustu annar staðar á landinu," segir Guðlaug og útskýrir að barnafjölskyldur sem bíða nýs fjölskyldumeðlims verði þannig stundum að halda tvö heimili og brjóta fjölskylduna tímabunið upp og það hafi í för með sér kostnað og miklar raskanir fyrir fólk. Í sama steng tekur Alexander Smárason, yfirlæknir kvennadeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem segir alls ekki mega skera meira niður í mæðravernd, það muni til að mynda geta leitt til tíðari sjúkrafluga sem ekkert spari. Í fyrirlestri sem hann flutti á læknadögum í dag kom fram að fá árinu 1972 hefur sjúkrastofnunum sem konur geta alið barn sitt á fækka úr 27 niður í átta. Þessi fækkun sé að mörgu leyti mjög eðlileg og tilkomin vegna breyttrar búsetu og bættra samgangna en nú sé svo komið að ekki sé hægt að fækka stöðunum meira. Heldur verði að verja þá sem eftir eru og gæta mjög að því að skerða ekki mæðravernd meira. „Ef við eigum að leggja niður á fæðingum á þeim stöðum sem eftir eru leiðir það til enn frekari flutninga, konur þurfa þar með að vera enn lengur frá fjölskyldum sínum en nú er og með öllu því raski sem því fylgir," segir Alexander. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Sjá meira
Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, er mjög ósátt við að sér þyki sem ekki hafi mörkuð stefna um hvernig heilbrigðisþjónustan eigi að vera í framtíðinni. Það leiði til þess að niðurskurðurinn verði ómarkviss og oft ólíklegur til að verða til nokkurs sparnaðar heldur fremur leiða til frekari tilkostnaðar. „Við getum endað með mun verri heilbrigðisþjónustu með mun meiri tilkostnaði en nú er. Það getur endað með stórslysi þegar farið er út í niðurskurð af vanþekkingu og öðrum sjónarmiðum en faglegum," segir Guðlaug. Guðlaug segir mikilvægt að þjónusta og mannafli sé nýtt skynsamlega þannig réttur viðbúnaður sé veittur eftir því sem við á. Hún segir sér virðist sem stefnan sé tekin á að veita þjónustu oftar á hæsta viðbúnaðarstigi. Það sé í raun dýrara og auki kostnað fyrir skjólstæðinga sem ekki sé tekið tillit til þegar hagrætt er. „Kostnaðurinn kemur til þannig að ef ekki er hægt að veita fólki þjónustu í nágrenni við heimahaga þess verður það að sækja sér þjónustu annar staðar á landinu," segir Guðlaug og útskýrir að barnafjölskyldur sem bíða nýs fjölskyldumeðlims verði þannig stundum að halda tvö heimili og brjóta fjölskylduna tímabunið upp og það hafi í för með sér kostnað og miklar raskanir fyrir fólk. Í sama steng tekur Alexander Smárason, yfirlæknir kvennadeildar á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem segir alls ekki mega skera meira niður í mæðravernd, það muni til að mynda geta leitt til tíðari sjúkrafluga sem ekkert spari. Í fyrirlestri sem hann flutti á læknadögum í dag kom fram að fá árinu 1972 hefur sjúkrastofnunum sem konur geta alið barn sitt á fækka úr 27 niður í átta. Þessi fækkun sé að mörgu leyti mjög eðlileg og tilkomin vegna breyttrar búsetu og bættra samgangna en nú sé svo komið að ekki sé hægt að fækka stöðunum meira. Heldur verði að verja þá sem eftir eru og gæta mjög að því að skerða ekki mæðravernd meira. „Ef við eigum að leggja niður á fæðingum á þeim stöðum sem eftir eru leiðir það til enn frekari flutninga, konur þurfa þar með að vera enn lengur frá fjölskyldum sínum en nú er og með öllu því raski sem því fylgir," segir Alexander.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Sjá meira