Farsímanotkun veldur streitu hjá bílstjórum Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 12:30 Ögmundur Jónasson velti upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjáls búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu lét gera fer almennt tillitsleysi mjög í taugarnar á ökumönnum. Þar kemur einnig fram að farsímanotkun annarra ökumanna er streituvaldur hjá bílstjórum. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundar í dag um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti þar upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjálss búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Á fundinum voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunarinnar þar sem spurt var um hvað það er í fari annarra ökumanna sem veldur helst álagi hjá ökumönnum. Almennt tillitsleysi annarra ökumanna fer mest í taugarnar á ökumönnum en 71,8% segja slíka hegðun valda sér helst álagi við akstur. Tillitsleysið getur komið fram með ýmsu móti og má líta svo á að þau atriði sem koma þar næst á eftir séu nánari útlistum á því hvað valdi ökumönnum mestu álagi. Þar ber hæst „skortur á notkun stefnuljósa" en 66,5% svarenda sögðu það valda sér álagi. 64,6% sögðu of hægan akstur valda sér álagi og farsímanotkun ökumanns olli álagi hjá 37,8% svarenda. Þar á eftir kemur akstur á vinstri akrein en 37% nefndu það atriði. Það er vert að nefna að tillitsleysi, skortur á notkun stefnuljósa, of hægur akstur og akstur á vinstri akrein er í mjög mörgum, ef ekki flestum, tilfellum afleiðing farsímanotkunar ökumanns. Farsímanotkun er vaxandi vandamál í umferðinni og ljóst að mjög margir ökumenn láta þá hegðun og afleiðingar hennar fara í taugarnar á sér. Samkvæmt könnun MMR frá síðasta vori höfðu 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri tólf mánuðina þar á undan. Algengast var að fólk notaði farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent. Tengdar fréttir Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu viðhorfskönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu lét gera fer almennt tillitsleysi mjög í taugarnar á ökumönnum. Þar kemur einnig fram að farsímanotkun annarra ökumanna er streituvaldur hjá bílstjórum. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundar í dag um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra velti þar upp hvort ástæða væri til að hækka sekt við notkun síma við akstur án handfrjálss búnaðar, en í dag nemur sektin 5 þúsund krónum. Á fundinum voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunarinnar þar sem spurt var um hvað það er í fari annarra ökumanna sem veldur helst álagi hjá ökumönnum. Almennt tillitsleysi annarra ökumanna fer mest í taugarnar á ökumönnum en 71,8% segja slíka hegðun valda sér helst álagi við akstur. Tillitsleysið getur komið fram með ýmsu móti og má líta svo á að þau atriði sem koma þar næst á eftir séu nánari útlistum á því hvað valdi ökumönnum mestu álagi. Þar ber hæst „skortur á notkun stefnuljósa" en 66,5% svarenda sögðu það valda sér álagi. 64,6% sögðu of hægan akstur valda sér álagi og farsímanotkun ökumanns olli álagi hjá 37,8% svarenda. Þar á eftir kemur akstur á vinstri akrein en 37% nefndu það atriði. Það er vert að nefna að tillitsleysi, skortur á notkun stefnuljósa, of hægur akstur og akstur á vinstri akrein er í mjög mörgum, ef ekki flestum, tilfellum afleiðing farsímanotkunar ökumanns. Farsímanotkun er vaxandi vandamál í umferðinni og ljóst að mjög margir ökumenn láta þá hegðun og afleiðingar hennar fara í taugarnar á sér. Samkvæmt könnun MMR frá síðasta vori höfðu 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri tólf mánuðina þar á undan. Algengast var að fólk notaði farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent.
Tengdar fréttir Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. 6. janúar 2011 11:15