Átta létust - „Við viljum slysalausa umferð“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 11:15 Ögmundur Jónasson segir banaslys í umferðinni of mörg hér á landi. Hann bendir þó á að þeim fækkar á milli ára Mynd: Anton Brink Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundarins. Þar er kynnt efni um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri, svo sem um þróun banaslysa og annarra slysa í umferðinni, fjöldi brota sem numin hafa verið með hraðamyndavélum á nokkrum stöðum í vegakerfinu, þróun ökuhraða árin 2004 til 2010. Hlutfallslegur fjöldi banaslysa í umferðinni hér á landi er 2,5 miðað við 100 þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá öðrum Norðurlöndum er fjöldi látinna þar frá 2,9 og uppí 5,1 á hverja 100 þúsund íbúa. Mun færri létust í banaslysum á síðasta ári en árið 2009 þegar þeir voru 17. Ef við förum aftar létust 12 árið 2008, 15 árið 2007 og 31 árið 2006 sem var hörmungarár.Ökumenn hafa bætt sig Ögmundur tók til nokkur atriði sem hafa mikil áhrif á tíðni banaslysa. „Það sem ræður úrslitum þegar slys eru annars vegar eru bíllinn, umhverfið og hegðun okkar allra í umferðinni, hvort sem við erum ökumenn, hjólreiðamenn eða gangandi. Ég hygg að á öllum þessum sviðum hafi orðið nokkrar umbætur. Ökumenn hafa bætt hegðun sína en á undanförnum árum en Umferðarstofa hefur unnið ötullega að því að fræða vegfarendur um ábyrgð sína og jafnframt hefur nýliðum verið veittur aukinn stuðningur og aðhald í ökunámi og á fyrstu árunum sem þátttakendur í umferðinni. Bílar verða sífellt betri og búnir ýmiss konar tækni sem bjarga okkur ef eitthvað bregður útaf, og síðast en ekki síst hefur í seinni tíð verið lögð meiri áhersla á öryggismál við allar samgönguframkvæmdir," sagði Ögmundur. Hann benti á að Vegagerðin hefur í samræmi við umferðaröryggisáætlun til dæmis unnið æ meira að umbótum á vegakerfinu, lagað hættulega kafla sem greindir hafa verið út frá gæðamati vega og kafla þar sem slys hafa verið tíð. Þá sagði Ögmundur að löggæsla hafa fyrirbyggjandi áhrif. „Og til dæmis hraðamyndavélarnar sem grípa okkur hér og þar, í jarðgöngum eða vegarköflum í þéttbýli eða dreifbýli og hert viðurlög hafa hér einnig verið aðhald. Það ásamt öðru hefur dregið úr hraðakstri."Ökuhraði á sumrin lækkar Athygli vekur að ökuhraði að sumarlagi hefur lækkað. Þannig var meðalökuhraði á 10 stöðum á Hringveginum 93,4 km á klst. og hefur lækkað úr 97 km frá árinu 2004. Hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km yfir leyfilegum mörkum hefur sveiflast nokkuð síðustu árin, lækkað sumstaðar eins og í Eldhrauni og við Pétursey en hækkað við Hvassafell í Norðurárdal og Fagradal. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Átta manns létust í banaslysum í umferðinni á síðasta ári. „Það er vissulega 8 manns of mikið og ég endurtek það sem ég nefndi á umferðarþingi nú í haust að það á enginn að látast í umferðarslysi hjá okkur. Við viljum slysalausa umferð - á sama hátt og við viljum slysalaust flug og slysalausar siglingar," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi um umferðaröryggi sem nú stendur yfir. Umferðaröryggisráð og innanríkisráðherra boðuðu til fundarins. Þar er kynnt efni um þróun umferðaröryggismála síðustu misseri, svo sem um þróun banaslysa og annarra slysa í umferðinni, fjöldi brota sem numin hafa verið með hraðamyndavélum á nokkrum stöðum í vegakerfinu, þróun ökuhraða árin 2004 til 2010. Hlutfallslegur fjöldi banaslysa í umferðinni hér á landi er 2,5 miðað við 100 þúsund íbúa. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá öðrum Norðurlöndum er fjöldi látinna þar frá 2,9 og uppí 5,1 á hverja 100 þúsund íbúa. Mun færri létust í banaslysum á síðasta ári en árið 2009 þegar þeir voru 17. Ef við förum aftar létust 12 árið 2008, 15 árið 2007 og 31 árið 2006 sem var hörmungarár.Ökumenn hafa bætt sig Ögmundur tók til nokkur atriði sem hafa mikil áhrif á tíðni banaslysa. „Það sem ræður úrslitum þegar slys eru annars vegar eru bíllinn, umhverfið og hegðun okkar allra í umferðinni, hvort sem við erum ökumenn, hjólreiðamenn eða gangandi. Ég hygg að á öllum þessum sviðum hafi orðið nokkrar umbætur. Ökumenn hafa bætt hegðun sína en á undanförnum árum en Umferðarstofa hefur unnið ötullega að því að fræða vegfarendur um ábyrgð sína og jafnframt hefur nýliðum verið veittur aukinn stuðningur og aðhald í ökunámi og á fyrstu árunum sem þátttakendur í umferðinni. Bílar verða sífellt betri og búnir ýmiss konar tækni sem bjarga okkur ef eitthvað bregður útaf, og síðast en ekki síst hefur í seinni tíð verið lögð meiri áhersla á öryggismál við allar samgönguframkvæmdir," sagði Ögmundur. Hann benti á að Vegagerðin hefur í samræmi við umferðaröryggisáætlun til dæmis unnið æ meira að umbótum á vegakerfinu, lagað hættulega kafla sem greindir hafa verið út frá gæðamati vega og kafla þar sem slys hafa verið tíð. Þá sagði Ögmundur að löggæsla hafa fyrirbyggjandi áhrif. „Og til dæmis hraðamyndavélarnar sem grípa okkur hér og þar, í jarðgöngum eða vegarköflum í þéttbýli eða dreifbýli og hert viðurlög hafa hér einnig verið aðhald. Það ásamt öðru hefur dregið úr hraðakstri."Ökuhraði á sumrin lækkar Athygli vekur að ökuhraði að sumarlagi hefur lækkað. Þannig var meðalökuhraði á 10 stöðum á Hringveginum 93,4 km á klst. og hefur lækkað úr 97 km frá árinu 2004. Hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km yfir leyfilegum mörkum hefur sveiflast nokkuð síðustu árin, lækkað sumstaðar eins og í Eldhrauni og við Pétursey en hækkað við Hvassafell í Norðurárdal og Fagradal.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira