Innlent

Margt bendi til að pólitík hafi ráðið

Stjórnlagaþingsfulltrúi segir að hæstiréttur hafi gengið of langt með því að ógilda kosningarnar. Margt bendi til að pólítik hafi ráðið því að framkvæmd kosninganna var kærð.

Stjórnlagaþingsfulltrúar komu saman í gær eftir að niðurstaða hæstaréttar lá fyrir til að ræða stöðu mála.

Illugi Jökulsson segir að niðurstaðan hafi komið sér óvart. Hæstiréttur hafi ekki þurft að ógilda kosningarnar

„Honum hefði verið mjög í lófa lagið að viðurkenna að þarna hefðu verið einhverjir annmarkar og slá utanundir sem ábyrgð bera á því og segja: Þið megið aldrei gera þetta aftur. En eftir sem áður skyldi kosningin vera gild vegna þess að það hefur ekki verið sýnt fram á að nokkur maður hafi beðið tjón af þessum annmörkum sem þarna voru," segir Illugi.

Þrír menn kærðu framkvæmd kosninganna,einn af þeim hefur lýst því opinberlega að tilgangslaust væri efna til stjórnlagaþings.

Trúir þú því að þetta mál sé jafnvel pólitískt?

„Við vitum að ákveðnir hópar eru á móti stjórnlagaþinginu og ég held að, án þess að ég hafi neitt reynt að, rekja þessa þremenninga nákvæmlega þá held ég að þeir komi allir af þeim kanti. En spurningin hvort að þetta sé pólitískt, þá má svara því eins og Francis Erckharde gerði svo eftirminnilega, you might very well think so i could not possibly comment."

Illugi telur ólíklegt að hann taki sæti í stjórnlaganefnd verði sú leið valin.

„Og ef eitthvað er þá sýnir þessi uppákoma hversu mikilvægt og nauðsynlegt er að halda stjórnlagaþingið, en mér finnst þrátt fyrir mikinn kostnað að eina ráðið sé að kjósa bara aftur."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.