Segir sig úr VG: Illdeilur, átök og skoðanakúgun SB skrifar 17. janúar 2011 15:22 Karólína Einarsdóttir hefur sagt sig úr Vinstri Grænum. Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira