Segir sig úr VG: Illdeilur, átök og skoðanakúgun SB skrifar 17. janúar 2011 15:22 Karólína Einarsdóttir hefur sagt sig úr Vinstri Grænum. Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Sjá meira
Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri Grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir Vinstri Græna loga í illdeilum, þar sé stunduð skoðanakúgun og fólk sett á svartan lista. Karólína segist hafa misst trúnna á flokkinn. „Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins," segir Karólína í fréttatilkynningu þar sem hún lýsir því yfir að hún segi sig frá ábyrgðarstörfum fyrir Vinstri Grænna. Í samtali við Vísi segir Karólína að Vinstri Grænir séu í dag tveir flokkar. „Þetta er orðið persónulegt, svipar til Alþýðubandalagsins í gamla dag. Það er búið að búa til tvo flokka og fólk er að berjast," segir Karólína. Spurð hvort stunduð sé skoðanakúgun innan flokksins segir Karólína: „Já, það má segja svo. Maður hefur fundið fyrir því nýlega að ef maður er á ákveðinni skoðun þá... já, að skoðanir manns séu ekki velkomnar. Maður er kannski komin á svartan lista af því maður hefur ákveðnar skoðanir." Karólína segir flokkapólitíkina verða að hverfa. Hugsa verði kerfið upp á nýtt. „Ég er ekki manneskja sem vill vera með leiðindi. En ég er ekki týpan í þetta. Ekki í svona pólitík," segir hún. Hér má lesa fréttatilkynningu Karólínu í heild sinni. ---- Með þessu bréfi segi ég mig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frá öllum trúnaðarstörfum sem ég gegni innan eða á vegum flokksins. Í nokkurn tíma hefur flokkurinn að mínu mati verið að fráhverfast hugmyndafræðinni sem hann var stofnaður um. Sú ákvörðun flokksforustunnar að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar, bæði skaðað flokkinn og gert vinstri stefnuna ótrúverðuglega. Í nær tvö ár hefur flokkurinn verið klofinn í afstöðu til margra mála eins og t.d. ESB, samstarfið við AGS, IceSave, Magma og nú síðast fjármálafrumvarpið. Lítið sem ekkert hefur verið gert til að reyna að miðla málum af alvöru og er svo komið að fólk hefur safnast í fylkingar og gert málefnalegan ágreining að presónulegum. Þau vinnubrögð sem eru viðhöfð í flokknum eru heldur ekki líkleg til að skapa traust né sætti milli fólks. Flokkurinn logar í illdeilum og ég er orðin sannfærð um að hvorki verði hægt að ná fram sáttum í flokknum né að flokksforystan muni vinna eftir stefnu flokksins. Eftir mikla þankahríð um þessa stöðu flokksins hef ég ákveðið að hætta í flokknum, sem ég hef starfað í nær óslitið frá stofnun hans. Ég hef ekki lengur sannfæringu fyrir þessum flokki sem öflugs málsvara vinstri stefnunnar. Flokkur sem einkennist af tortryggni, blekkingum og illdeilum er heldur ekki líklegur til að vinna að jákvæðum og þörfum þjóðfélagsbreytingum. Ég mun að sjálfsögðu ekki segja skilið við hugmyndafræðina og mun berjast fyrir henni á öðrum vettvangi. Ég hvet alla VG liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Mun betra er að nýta orkuna til að berjast út á við í stað þess að sóa henni í eilífar innanhússdeilur VG. Karólína Einarsdóttir, formaður VG í Kópavogi
Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Fleiri fréttir „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent