Yfir helmingur starfsmanna verður fyrir hótunum og ofbeldi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. janúar 2011 11:31 Það er töluvert álag á starfsfólk bráðasviðs. Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði, segir að sá hópur sem komi á deildina og beiti hótunum eða ofbeldi sé mjög afmarkaður. Í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem komi vegna drykkju- og ofbeldisláta um helgar. „Ég geri ráð fyrir að langflestar þessar ofbeldisupplifanir starfsfólks séu í þannig aðstæðum," segir Elísabet. Þó ekki séu nema einn til tveir sem hegði sér með þessum hætti á deildinni þá skapi þeir mjög mikið álag á starfsfólk. „Það þarf ekki nema eitt skemmt epli. Þá verður stór hluti þeirra sem er á vaktinni fyrir einskonar ofbeldi. Þannig að það er ekki óalgengt að fólk verði fyrir hótunum eða ofbeldi af völdum sjúklinga sem eru drukknir, í neyslu eða hreinlega bara geðveikir eða vansælir af öðrum orsökum," segir Elísabet. Elísabet segir að ýmislegt sé gert til að bregðast við ofbeldi og hótunum. „Lögreglan er með vakt hér á næturnar og um helgar og þeir þjónusta okkur ágætlega. Þeir eru mjög fljótir að koma og hjálpa okkur," segir Elísabet. Víða erlendis sé öryggisgæslan hins vegar töluvert meiri en hér.Elísabet Benedikz er yfirlæknir á bráðasviði.Þá segir Elísabet að nýlega hafi verið farið yfir öryggiskerfið á sviðinu og sett upp öryggishnappakerfi. Einnig sé starfsfólki veitt fræðsla um það hvernig eigi að bregaðst við. „Þá sjaldan að upp kemur atvik sem er líklegt til að hafa áhrif á sálarró fólks, að þá erum líka með úrræði til að fást við það. Þannig að við erum ágætlega undirbúin," segir Elísabet. Hún bendir á að á deildinni starfi mikið fagfólk sem hafi burði til að takast á við ýmsar aðstæður. „Þessi starfsumhverfiskönnun verður endurtekin á bráðasviði, vonandi í vor, vegna þess að við höfum töluverðar áhyggjur af okkar útkomu," segir Elísabet. Búið sé að bæta úr ýmsu frá því að könnunin var gerð og því líkur til þess að næsta könnun komi betur út. Elísabet segir líka að starfsumhverfiskönnunin hafi verið gerð eftir viðamikið sameiningarferli á bráðamóttökum spítalans. Það hafi án efa haft áhrif á niðurstöður starfsumhverfiskönnunarinnar. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Yfir helmingur starfsmanna á bráðasviði Landspítalans segist hafa orðið fyrir niðurlægjandi framkomu, hótunum eða ofbeldi af hálfu sjúklings eða aðstandenda, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítalans. Hvergi annarsstaðar á Landspítalanum segjast jafnmargir hafa orðið fyrir viðlíka reynslu. En tæplega 50% starfsmanna á geðsviði telja sig hafa orðið fyrir henni. Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðasviði, segir að sá hópur sem komi á deildina og beiti hótunum eða ofbeldi sé mjög afmarkaður. Í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem komi vegna drykkju- og ofbeldisláta um helgar. „Ég geri ráð fyrir að langflestar þessar ofbeldisupplifanir starfsfólks séu í þannig aðstæðum," segir Elísabet. Þó ekki séu nema einn til tveir sem hegði sér með þessum hætti á deildinni þá skapi þeir mjög mikið álag á starfsfólk. „Það þarf ekki nema eitt skemmt epli. Þá verður stór hluti þeirra sem er á vaktinni fyrir einskonar ofbeldi. Þannig að það er ekki óalgengt að fólk verði fyrir hótunum eða ofbeldi af völdum sjúklinga sem eru drukknir, í neyslu eða hreinlega bara geðveikir eða vansælir af öðrum orsökum," segir Elísabet. Elísabet segir að ýmislegt sé gert til að bregðast við ofbeldi og hótunum. „Lögreglan er með vakt hér á næturnar og um helgar og þeir þjónusta okkur ágætlega. Þeir eru mjög fljótir að koma og hjálpa okkur," segir Elísabet. Víða erlendis sé öryggisgæslan hins vegar töluvert meiri en hér.Elísabet Benedikz er yfirlæknir á bráðasviði.Þá segir Elísabet að nýlega hafi verið farið yfir öryggiskerfið á sviðinu og sett upp öryggishnappakerfi. Einnig sé starfsfólki veitt fræðsla um það hvernig eigi að bregaðst við. „Þá sjaldan að upp kemur atvik sem er líklegt til að hafa áhrif á sálarró fólks, að þá erum líka með úrræði til að fást við það. Þannig að við erum ágætlega undirbúin," segir Elísabet. Hún bendir á að á deildinni starfi mikið fagfólk sem hafi burði til að takast á við ýmsar aðstæður. „Þessi starfsumhverfiskönnun verður endurtekin á bráðasviði, vonandi í vor, vegna þess að við höfum töluverðar áhyggjur af okkar útkomu," segir Elísabet. Búið sé að bæta úr ýmsu frá því að könnunin var gerð og því líkur til þess að næsta könnun komi betur út. Elísabet segir líka að starfsumhverfiskönnunin hafi verið gerð eftir viðamikið sameiningarferli á bráðamóttökum spítalans. Það hafi án efa haft áhrif á niðurstöður starfsumhverfiskönnunarinnar.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira