Innlent

Nemendur eru enn í óvissu

Nemendur við útstillingabraut læra til dæmis að stilla út vörum í verslunarglugga.Fréttablaðið/Stefán
Nemendur við útstillingabraut læra til dæmis að stilla út vörum í verslunarglugga.Fréttablaðið/Stefán

Enn er óljóst hvort nemendur í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði fái að ljúka námi sínu við skólann. Þeir fengu að vita rétt fyrir jól að til stæði að leggja niður nám þeirra um áramót.

„Það eru fimm nemendur sem stefndu á að ljúka námi í vor og við vinnum nú með þeim að því að þeir fái að ljúka útstillinganáminu,“ segir Ársæll Guðmundsson, nýr skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann svaraði fyrirspurn menntamálaráðuneytisins vegna málsins fyrir helgi. Þeir níu nemendur sem hófu nám í útstillingum í haust fá ekki að ljúka náminu eins og þeir stefndu að, segir Ársæll. Hann segir ekki forsvaranlegt að halda útstillinganáminu áfram með svo fáum nemendum í ljósi fjárhagsstöðu skólans. Nemendurnir fimm sem reiknuðu með að útskrifast í vor bíða enn svara. „Við erum orðin ansi þreytt á að bíða, við erum búin að vera í óvissu síðan fyrir jól,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, einn nemendanna.

Hún segir óljóst hvernig eigi að vera hægt að ljúka náminu með sómasamlegum hætti, enda hafi eina kennaranum við brautina verið sagt upp störfum. „Við erum ekki að gefast upp þeir verða bara að finna einhverja leið til að það geti gerst,“ segir Sigríður.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×