Íslendingar hvattir áfram á Evrópuþingi 17. janúar 2011 00:00 Þingmenn Evrópuþingsins eru kosnir beinni kosningu af borgurum Evrópusambandsins til fimm ára í senn. Völd þingsins voru áður lítil en hafa aukist jafnt og þétt.Afp/nordicphotos Íslendingar ættu að halda áfram að veiða hval og stjórna eigin fiskveiðum. Þeir eiga ekkert að gefa eftir í þessum efnum í komandi aðildarviðræðum. Þetta kom fram í máli nokkurra Evrópuþingmanna á opnum fundi sem utanríkismálanefnd Evrópuþingsins stóð fyrir í Brussel á fimmtudag. Fundurinn fjallaði um aðildarferli Íslands og áskoranir tengdar því. Frá Íslandi ávarpaði fundinn Baldur Þórhallsson prófessor ásamt Nikulási Hannigan úr utanríkisráðuneytinu og Alyson Bailes úr Háskóla Íslands, sem fjallaði um öryggismál. „Ég bjóst við hvössum spurningum en Evrópuþingmennirnir reyndust bara mjög miklir stuðningsmenn aðildar Íslands,“ segir Baldur. Breskur þingmaður, Dr. Charles Tannock, gerði hvalveiðar að umræðuefni, segir Baldur, og hvatti Íslendinga ekki bara til að halda þeim áfram heldur til að fá hvalveiðar flokkaðar undir sjávarútvegsmál frekar en umhverfismál, eins og þær eru flokkaðar í dag hjá ESB. „Svo var þarna portúgölsk þingkona, Comes að nafni, sem vill að Íslendingar fái að ráða sem mestu í sjávarútvegsmálum, enda telur hún að við séum sú þjóð sem best hefur staðið sig í þeim málum. Hún vill að við stöndum föst á okkar og gefum ekkert eftir í viðræðum,“ segir Baldur. Þingmaður frá Rúmeníu, Cristian Dan Preda, sem situr í sameiginlegri þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins, hafi haft áhyggjur af nánu sambandi íslenskra stjórnvalda (forseta Íslands) við Rússland og Kína. Hvort þetta meinta samband myndi fylgja þjóðinni inn í sambandið, þannig að Íslendingar yrðu sérstakir bandamenn Rússa og minntist Dan Preda á norðurheimskautið í því sambandi. Fundurinn er liður í stefnumótun Evrópuþingsins gagnvart aðildarviðræðum Íslands og ESB, sem eiga að hefjast síðar á árinu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB vegna aðildarviðræðnanna, Alexandra Cas Granje, tók til máls og Baldur segir að hún hafi fengið gagnrýnin tilsvör frá þingmönnum, sem hafi meðal annars sagt henni að ekki væri hægt að ætlast til þess af Íslendingum að þeir tækju upp alla sjávarútvegsstefnu ESB.klemens@frettabladid.is Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íslendingar ættu að halda áfram að veiða hval og stjórna eigin fiskveiðum. Þeir eiga ekkert að gefa eftir í þessum efnum í komandi aðildarviðræðum. Þetta kom fram í máli nokkurra Evrópuþingmanna á opnum fundi sem utanríkismálanefnd Evrópuþingsins stóð fyrir í Brussel á fimmtudag. Fundurinn fjallaði um aðildarferli Íslands og áskoranir tengdar því. Frá Íslandi ávarpaði fundinn Baldur Þórhallsson prófessor ásamt Nikulási Hannigan úr utanríkisráðuneytinu og Alyson Bailes úr Háskóla Íslands, sem fjallaði um öryggismál. „Ég bjóst við hvössum spurningum en Evrópuþingmennirnir reyndust bara mjög miklir stuðningsmenn aðildar Íslands,“ segir Baldur. Breskur þingmaður, Dr. Charles Tannock, gerði hvalveiðar að umræðuefni, segir Baldur, og hvatti Íslendinga ekki bara til að halda þeim áfram heldur til að fá hvalveiðar flokkaðar undir sjávarútvegsmál frekar en umhverfismál, eins og þær eru flokkaðar í dag hjá ESB. „Svo var þarna portúgölsk þingkona, Comes að nafni, sem vill að Íslendingar fái að ráða sem mestu í sjávarútvegsmálum, enda telur hún að við séum sú þjóð sem best hefur staðið sig í þeim málum. Hún vill að við stöndum föst á okkar og gefum ekkert eftir í viðræðum,“ segir Baldur. Þingmaður frá Rúmeníu, Cristian Dan Preda, sem situr í sameiginlegri þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins, hafi haft áhyggjur af nánu sambandi íslenskra stjórnvalda (forseta Íslands) við Rússland og Kína. Hvort þetta meinta samband myndi fylgja þjóðinni inn í sambandið, þannig að Íslendingar yrðu sérstakir bandamenn Rússa og minntist Dan Preda á norðurheimskautið í því sambandi. Fundurinn er liður í stefnumótun Evrópuþingsins gagnvart aðildarviðræðum Íslands og ESB, sem eiga að hefjast síðar á árinu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB vegna aðildarviðræðnanna, Alexandra Cas Granje, tók til máls og Baldur segir að hún hafi fengið gagnrýnin tilsvör frá þingmönnum, sem hafi meðal annars sagt henni að ekki væri hægt að ætlast til þess af Íslendingum að þeir tækju upp alla sjávarútvegsstefnu ESB.klemens@frettabladid.is
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira