Innlent

Fyrst til Alþingis og svo til þjóðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kynnti skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs í dag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kynnti skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs í dag. Mynd/ Pjetur.
Alþingi hefur þegar ákveðið að tillögur stjórnlagaráðs fari ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu áður en umfjöllun þingsins um tillögurnar hefst, sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis á þingfundi í dag.

Ásta benti á að þetta hafi verið ákveðið þegar ályktun um skipan stjórnlagaráðs hafi verið samþykkt í mars síðastliðnum. Hún segir að það muni  einkum koma í hlut stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að vinna tillögur um það hvernig fara á með tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá.

Ásta Ragnheiður segir þó að ýmsar leiðir séu færar til að tryggja aðkomu almennings að gerð stjórnarskrárinnar. Hún vill til dæmis að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin leiti til almennings með auglýsingu um umsagnir líkt og gert var við breytingar á stjórnarskrá á þinginu 1994-1195 þegar mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×