Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa 13. september 2011 05:56 Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent