Taka upp inntökupróf vegna ómarktækra stúdentsprófa 13. september 2011 05:56 Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Hagfræðideild Háskóla Íslands hyggst taka upp inntökupróf fyrir nýnema næsta haust. Ekki nægilega mikið að marka stúdentspróf úr sumum skólum til að hægt sé að nota þau sem viðmið segir dósent við deildina. Til stendur að taka upp inntökupróf í hagfræðideild Háskóla Íslands til að vinsa úr þá nemendur sem ekki hafa þann menntunargrunn sem þarf í náminu. Dósent við deildina segir einkunn úr stúdentsprófi ekki nægilega gott viðmið. „Markmiðið er ekki að takmarka aðgang að námi í hagfræði, það hefur aldrei staðið til," segir Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild háskólans. Daði segir markmiðið að fækka þeim nemendum sem ekki geti staðist þær kröfur sem deildin geri til þeirra. Engum sé greiði gerður með því að taka viðkomandi inn í nám sem hann ráði ekki við. „Við sjáum enga aðra lausn sem gæti skilað sama árangri og inntökupróf," segir Daði. Hann segir vissulega hafa verið rætt að setja skilyrði um lágmarkseinkunn. "Tilfellið er að stúdentspróf eru orðin svo mismunandi eftir því í hvaða skólum þau eru þreytt að það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið."Deildarfundur hagfræðideildar samþykkti fyrir sumarfrí að taka upp inntökupróf. Í sumar hafa starfsmenn deildarinnar smíðað reglur sem gilda munu um inntökuprófin, en samþykki háskólaráðs þarf áður en þau verða tekin upp. „Við erum skikkuð til að spara í rekstri deildarinnar, og stingum upp á inntökuprófum til að ná niður kostnaði," segir Daði. Hann segir markmiðið að sýna nemendum hvaða kröfur séu gerðar til þeirra svo þeir skrái sig ekki til náms sem þeir ráði ekki við, og endi á að falla eða hætta námi. Daði segir algengt að á bilinu 35 til 50 prósent þeirra nemenda sem skrái sig til náms sjáist aldrei í tímum og drjúgur hópur fyrsta árs nema falli á jólaprófunum. Hann segir stefnt að því að inntökuprófin verði öllum opin sem hafi lokið stúdentsprófi, og allir sem standist prófið fái að hefja nám í hagfræði. Í dag notar aðeins ein deild innan Háskóla Íslands inntökupróf. Þeir sem vilja komast í nám í læknisfræði eða sjúkraþjálfun við læknadeild háskólans þurfa að þreyta inntökupróf. Þau eru annars eðlis en þau próf sem hagfræðideild vill taka upp, enda takmarkaður fjöldi nemenda sem kemst að hjá læknadeild og markmiðið að finna þá hæfustu. - bj
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira