Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu 13. september 2011 21:30 Hér mæta lögreglumenn á svæðið þar sem árásin átti sér stað í morgun. Mynd/AFP Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira