Árásirnar í Kabúl - íslensk kona á svæðinu 13. september 2011 21:30 Hér mæta lögreglumenn á svæðið þar sem árásin átti sér stað í morgun. Mynd/AFP Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að uppreisnarmenn talíbana gerðu árásir á bandaríska sendiráðið og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. Íslensk kona á svæðinu heldur kyrru fyrir í skrifstofubyggingu nálægt árásarsvæðinu en hún segist ekki vera hrædd þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það voru nokkrir talíbanar sem tóku yfir háhýsi í borginni í nágrenni við bandaríska sendiráðið og hófu skothríð. Sjá mátti reyk stíga upp nálægt bandaríska sendiráðinu eftir að skotflaug var skotið í átt að því og bandarískar herþyrlur sveima yfir. Þá hafa sjálfsmorðssprengjumenn látið til skarar skríða við flugvöllinn og við höfuðstöðvar Nato. „Það hófst upp úr klukkan eitt. Þá heyrðum við fyrst skot og þá heyrðist hérna yfir hátalarakerfið að við ættum að koma okkur í skjól. Við höfum verið í skjóli síðan og heyrt sprengjuvörpur og byssuhljóð hérna í kring með einhverjum hléum þó alveg frá því klukkan eitt. Núna er klukkan átta" segir Steinunn Björk Pieper, kynjaráðgjafi hjá höfuðstöðvum Fjölþjóðahersins í Kabúl. Steinunn starfar á vegum friðargæslunnar ásamt annarri íslenskri konu og hafa þær haldið kyrru fyrir í skrifstofubyggingu ekki langt frá árásarsvæðinu en auk þeirra starfa tveir Íslendingar á flugvellinum í Kabúl og eru þeir óhultir. „Öllum var sagt að fara í öruggt skjól í einhvers konar byggingar. Við vorum hér bara á skrifstofunum. Svo fórum við í hjálma og vesti,“ segir Steinunn. Hún segir þær ekki vera hræddar enda umkringdar sérsveitarmönnum en einnig sé adrenalínið í botni. „Þetta tekur svolítið á okkur. Mér var sagt þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona að seinna í kvöld og á morgun verði ég uppgefin eftir þetta allt saman. En akkúrat núna finnur maður ekki fyrir miklu,“ segir Steinunn. Þær stöllur vita ekki hversu lengi þær þurfa að dvelja í skrifstofubyggingunni. Enn eigi eftir að tryggja svæðið þrátt fyrir að bardögunum ljúki bráðum.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira