Telja ný upplýsingalög skerða rétt almennings 13. september 2011 18:05 Sigurður Kári Kristjánsson er í minni hluta allsherjarnefndar. Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. Skoðun sína byggja þeir að einhverju leyti á efni sjálfs frumvarpsins, en hún virðist einnig reist á ummælum aðalhöfundar frumvarpsins í skýrslugjöf fyrir nefndinni. Trausti Fannar Valsson er formaður starfshóps sem vann að endurskoðun laganna. Hann ku hafa sagt fyrir nefndinni að frumvarpinu væri í raun ætlað að slá skjaldborg um opinbera starfsmenn og ríkisstjórn auk þess sem því væri ætlað að skapa vinnufrið í stjórnsýslunni. Félagarnir í minni hluta tala um að gömglu upplýsingalögin hafi gefist vel og ekki verið tilefni til endurskoðunar þeirra. Því veki furðu að ráðist var í það ferli. Minni hlutinn bendir á að ákveðnir kaflar frumvarpsins séu ófullbúnir, undantekningarákvæði frá meginreglu um upplýsingarétt almennings óskýr og vald framkvæmdarvaldsins til að ákvarða gildissvið laganna of umfangsmikið. Minni hlutinn nefnir og að umsagnir hagsmunaaðila um frumvarpið hafi allar verið neikvæðar. Minni hlutinn reifar svo einstakar greinar frumvarpsins og gerir athugasemdir: Gildissvið Með frumvarpinu er lagt til að gildissvið upplýsingalaga nái yfir alla lögaðila sem eru í 75% eigu hins opinbera. Það er breyting frá núgildandi lögum, sem ná nær aðeins yfir starfsemi stjórnvalda. Meiri hluti allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt til að víkka gildissvið laganna enn frekar svo það nái einnig yfir lögaðila sem eru í 51% eigu hins opinbera. Minni hluti allsherjarnefndar telur nauðsynlegt að leggja mat á hverjar afleiðingar þvílíkrar breytingar verði. Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geldur minni hlutinn varhug við því að ákvæðið sé samþykkt með þeim hætti sem lagt er til. Í frumvarpinu er lagt til að forsætisráðherra geti veitt ákveðnum lögaðilum undanþágu frá gildissviði laganna. Því ákvæði leggst minni hlutinn eindregið gegn. Hann telur að ef á annað borð eigi að fallast á slíkar undanþáguheimildir að það sé lágmark að ákvörðun um veitingu þeirra sé á hendi hlutlauss úrskurðaraðila. Gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að vinnugögn stjórnvalda verði undanþegin upplýsingarétti almennings. Minni hlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við þessa skipan mála. Þeir telja ákvæðið veita stjórnsýslunni frjálsar hendur við að skilgreina ákveðin gögn sem vinnugögn og undanþegja þau þar með upplýsingarétti almennings. Fjárhagsmálefni starfsmanna Með frumvarpinu er lagt til að almenningur fái upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda í stjórnsýslu og fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera. Fram skal tekið að ákvæðið varðar ekki laun sem kjararáð ákveður, en það eru meðal annars laun ráðherra, alþingismanna og dómara. Minni hlutinn lýsir sig andsnúinn þessum tillögum á þeim grundvelli að óeðlilegt sé að ríkisstarfsmenn þurfi að upplýsa um kjör sín í ríkara mæli en starfsmenn á almennum markaði. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Minni hluti í allsherjarnefnd Alþingis telur að frumvarp til nýrra upplýsingalaga feli í sér skerðingu á upplýsingarétti almennings og leggst eindregið gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Minni hlutann skipa Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármansson. Skoðun sína byggja þeir að einhverju leyti á efni sjálfs frumvarpsins, en hún virðist einnig reist á ummælum aðalhöfundar frumvarpsins í skýrslugjöf fyrir nefndinni. Trausti Fannar Valsson er formaður starfshóps sem vann að endurskoðun laganna. Hann ku hafa sagt fyrir nefndinni að frumvarpinu væri í raun ætlað að slá skjaldborg um opinbera starfsmenn og ríkisstjórn auk þess sem því væri ætlað að skapa vinnufrið í stjórnsýslunni. Félagarnir í minni hluta tala um að gömglu upplýsingalögin hafi gefist vel og ekki verið tilefni til endurskoðunar þeirra. Því veki furðu að ráðist var í það ferli. Minni hlutinn bendir á að ákveðnir kaflar frumvarpsins séu ófullbúnir, undantekningarákvæði frá meginreglu um upplýsingarétt almennings óskýr og vald framkvæmdarvaldsins til að ákvarða gildissvið laganna of umfangsmikið. Minni hlutinn nefnir og að umsagnir hagsmunaaðila um frumvarpið hafi allar verið neikvæðar. Minni hlutinn reifar svo einstakar greinar frumvarpsins og gerir athugasemdir: Gildissvið Með frumvarpinu er lagt til að gildissvið upplýsingalaga nái yfir alla lögaðila sem eru í 75% eigu hins opinbera. Það er breyting frá núgildandi lögum, sem ná nær aðeins yfir starfsemi stjórnvalda. Meiri hluti allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt til að víkka gildissvið laganna enn frekar svo það nái einnig yfir lögaðila sem eru í 51% eigu hins opinbera. Minni hluti allsherjarnefndar telur nauðsynlegt að leggja mat á hverjar afleiðingar þvílíkrar breytingar verði. Þar sem slíkt mat liggur ekki fyrir geldur minni hlutinn varhug við því að ákvæðið sé samþykkt með þeim hætti sem lagt er til. Í frumvarpinu er lagt til að forsætisráðherra geti veitt ákveðnum lögaðilum undanþágu frá gildissviði laganna. Því ákvæði leggst minni hlutinn eindregið gegn. Hann telur að ef á annað borð eigi að fallast á slíkar undanþáguheimildir að það sé lágmark að ákvörðun um veitingu þeirra sé á hendi hlutlauss úrskurðaraðila. Gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að vinnugögn stjórnvalda verði undanþegin upplýsingarétti almennings. Minni hlutinn gerir alvarlegar athugasemdir við þessa skipan mála. Þeir telja ákvæðið veita stjórnsýslunni frjálsar hendur við að skilgreina ákveðin gögn sem vinnugögn og undanþegja þau þar með upplýsingarétti almennings. Fjárhagsmálefni starfsmanna Með frumvarpinu er lagt til að almenningur fái upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda í stjórnsýslu og fyrirtækjum í meirihlutaeigu hins opinbera. Fram skal tekið að ákvæðið varðar ekki laun sem kjararáð ákveður, en það eru meðal annars laun ráðherra, alþingismanna og dómara. Minni hlutinn lýsir sig andsnúinn þessum tillögum á þeim grundvelli að óeðlilegt sé að ríkisstarfsmenn þurfi að upplýsa um kjör sín í ríkara mæli en starfsmenn á almennum markaði.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira